Auglýsing

Stofan

Stofan

„Bandaríkin

Ég
bjó einu
sinni í Bandaríkjunum.
Í sjö
löng
ár
kynnti ég
mér
helstu siðvenjur
Kanans – sérstaklega
hvað varðar
borðhald
og matargerð;
ég
mettaði
sjálfan
mig með óteljandi
turnum af kjöti
(Big Macs), með óþrjótandi
bögglum
af frönskum
(Checkers’ frönskum
kartöflum)
og risavöxnum
glösum
af kolsýrðum
drykkjum (Coke).

Herra
minn: enginn maður
hefur aðlagast
bandarísku
samfélagi
á eins
lofsverðan
hátt
og ég.

Þegar
ég
sneri loks aftur til Íslands
ákvað
ég að
venja mig af
Kana-kúrnum
vegna þess
að kviðurinn
var byrjaður
að belgjast
út
eins og, ja – belgur.
Ó,
hversu klunnalega líkami
minn daðraði
við hugtakið
„feitur.“

Er
ég
byrjaði
að skafa
af mér
aukakílóin,
hægt
og rólega,
þá laust
niður
í mitt
smávaxna
höfuð
hugljómun
sem varðaði
eðli
bandarískra
morgunverða
(eða,
bandarískra
matvenja, öllu
heldur). Verandi þessi
Wilde-legi spjátrungur
sem ég
er, mótaði
ég
fyrrgreinda hugljómun
í ágætt
hnyttiyrði
sem ég
svo endurtók
til þess
að gefa
hégómanum
útrás.

„In
America, breakfast is not, as etymology would suggest, a breaking
of a fast,but
rather a
glorious resumption of gluttony.“ („Í
Bandaríkjunum,
ólíkt
því
sem
orðsifjafræðin
gefur til kynna, snýst
morgunverður
ekki um að rjúfa
föstu
– öllu
heldur um dýrðlega
endurupptöku
matgræðgisins.“)

Eins
og hnyttiyrðið
mitt gefur
til kynna, þá erum
við Íslendingar
með öllu
hófsamari
þegar
það
kemur að
inntöku
hitaeininga í samanburði
við kollega
okkar vestanhafs, að minnsta
kosti hvað varðar
stærð
matarskammta
á veitingastöðum.

Síðasta
föstudag,
hins vegar, var mér
boðið
upp á
svo ríkulega
troðinn
disk af morgunmat að ég
velti því
fyrir mér
hvort að hurðir
staðarins
væru
í raun
einhvers konar yfirlætislaust
töfrahlið
yfir
Atlantshafið – sem
ég
hafði
gengið í gegnum
grunlaus.

„Mikið
rosalega eru
þessir
skammtar bandarískir,“
sagði
ég
við móður
mína
sem sat andspænis
mér
og sötraði
kaffi.

Fyrir
þá sem
þekkja
ekki til Stofunnar, lof mér
að upplýsa
yður:
Stofan er staðsett
rétt
hjá Ingólfstorgi (Vesturgötu 3).
Um ræðir
notalegt kaffihús
þar
sem antíkhúsgögnin
slæpast
um meðal
fölnandi
veggja rauðra
múrsteina,
þar
sem svarthvítar
ljósmyndir
hanga upp á þessum
sömu
veggjum.

Ég
mætti
á slaginu
níu.
Móðir
mín
tuttugu mínútur
yfir – en
hún
hefur aldrei skilið hugtakið
„tími.“
Í augum
móður
minnar er allt „approximation;“
„klukkan
níu“
þýðir
„einhvern
tímann
á milli
níu
og hálf
tíu,“
og
„nei,
takk, ég
er ekki svangur,“ þýðir
„þó svo
að ég
segist ekki vera svangur þá væri
fínt
ef þú spurðir
mig aftur eftir tíu
sekúndur.“

Ég
pantaði
mér
grískt
jógúrt
og croissant og móðir
mín
fékk
sér
egg og ristað brauð.
Stuttu seinna voru okkur réttir
tveir
kaffibollar
og bent á könnu
við inngang
staðarins
sem bauð víst
upp á ókeypis
ábót.
Fallegt af henni.

Þjónustan
var fín,
maturinn ferskur og skammtarnir örlátir.
Skálin
af gríska
jógúrtinu
var eins og eitthvað sem
Zorba hefði
rifið í sig
til þess
að undirbúa
sig fyrir langan dag í brúnkolanámunni
og croissant-ið var
eins og eitthvað sem
Hemingway hefði
gætt
sér
á á
Café La
Rotonde í París.
Í augum
móður
minnar, hins vegar, voru eggin bara egg og ristaða
brauðið
bara
ristað brauð;
móðir
mín
hefur engar sérstakar
mætur
á bókmenntum
– en
það
skiptir engu
máli.
Hvorki eggin né brauðið
kröfðust
bókmenntalegra
tilvísanna
til þess
að bæta
bragðið.

Eftir
máltíðina
röltum
við
móðir
mín
út
um
dyr staðarins
alsæl
– sem
tveir líkamar
sem höðu
rétt
í þessu
daðrað
klunnalega
við hugtakið
„feitur.“

Orð: Skyndibitakúrekinn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing