Gulli Briem er einn ástsælasti trommari Íslands – Opnar sig í viðtali við Yamaha

Hinn íslenski trommari Gulli Briem – byrjaði á unga aldri að berja á potta og pönnur á eldhúsgólfinu – en hann er nú einn ástsælasti trommari landsins. Gulli var í spjalli við framleiðandann Yamaha – og birtist skemmtilegt viðtal á Youtube.

Fyrstu skref Gulla í tónlist voru þegar hann spilaði á gítar og söng í skólabandi í tvö ár þangað til trommarinn veiktist og neyddist til að hætta. Þá æfði hann heima hjá sér – og fór svo að spila í böndum og söngleikjum. Gulli stofnaði svo Mezzoforte með Jóhann Ásmundssyni og Friðriki Karlssyni árið 1977 – en bandið hlaut mikla frægð árið 1983 – og einna helst með laginu Garden Party. Spilaði bandið meðal annars í Top of the Pops.

Gulli hefur svo þar að auki líka spilað með Madonna og Antonio Banderas í tengslum við myndina Evita.

Varðandi trommurnar sjálfar hefur Gulli þetta að segja.

„Yamaha trommur hafa verið hluti af lífi mínu frá því ég byrjaði að spila ellefu ára gamall. Fyrsta settið mitt var Yamaha. Þær eru stöðugustu trommur sem ég veit um. Á Yamaha Recording Custom trommurnar mínar get ég tjáð mína þörf fyrir tónlist með frelsi. Hið ótrúlega „punch“ frá trommunum, dýnamískt svið, stöðugleik og skýrleiki, bætir allar mínar tónlistarlegu aðstæður með Mezzforte.

Hljóðfærahúsið býður upp á gott úrval af Yamaha trommusettum – en nánar má sjá það HÉR!

Auglýsing

læk

Instagram