Þið getið keypt miða á forsýningu Black Panther bæði í 2D og 3D – Númeruð sæti að eigin val og ekkert hlé á Nexus forsýningu!

Gagnrýnendur eru allir sammála um að Black Panther sé framúrskarandi bíómynd, sem gerir eitthvað glænýtt, ferskt og spennandi með ofurhetjuheim Marvel. Það er því ekki slæmt að hugsa til þess að 15. febrúar verður Nexus með forsýningu á Black Panther sem þú getur keypt þér miða á.

No automatic alt text available.

Þú getur smellt á Facebook Event Nexus hér – eða lesið textann frá þeim hér fyrir neðan með leiðbeiningum til að kaupa miða:

Við frumsýnum Black Panther á fjölskylduvænum tíma og með íslenskum texta.
Fimmtudaginn 15 feb. kl. 19:00

Sýnd í 2D (salur 1) og 3D (salur 2) án hlés.
Miðasala í númeruð sæti að eigin val byrjar fimmtudaginn 8. feb. kl. 11:00 eingöngu í Nexus Nóatúni.
Miðaverð kr. 1800 í 2D og kr. 2000 í 3D.

Þetta verður fyrsta Nexusforsýning árins 2018!.

Marvel-kvikmyndaheimurinn hefur öðlast fádæma vinsældir á skömmum tíma. Hver myndin á fætur annarri hefur farið sigurgöngu um heim allan og ekkert lát virðist vera á vinsældunum.

Fyrsta myndin um Black Panther verður ekki undantekninginn, því lofar Nexus!
Það er mikil spenna fyrir myndinni og fyrstu viðbrögð benda til þess að þetta verði umtalaðasta Marvel myndin til þessa. Leikstjórinn Ryan Coogler (Creed, Fruitivale Station) hikar ekki við að nota ofurhetjuformið og sci-fi til að skoða aðeins þau samfélagsmál sem honum eru hugleikin.

Eins og með allar forsýningar á okkar vegum verður ekkert hlé. Nexusforsýningargestir hafa til þessa reynst fyrirmyndar bíóáhorfendur og myndað saman einstaka stemningu sem finnst ekki á öðrum sýningum.

Miðasala er í númeruð sæti að eigin vali. Þetta er gert til að hafa afslappað andrúmsloft á undan sýningu, enda vita allir og hvar sætin þeirra eru og því ekkert kapphlaup og troðningur.

Miðasala hefst kl. kl. 11:00 fimmtudaginn 8. feb. eingöngu í Nexus í Nóatúni. Það má búast við að það myndist röð, vegna þess að fyrstu í röðinni geta valið úr bestu sætum. Miðaverð er kr. 1800 í 2D og 2000 kr. í 2D. 3D gleraugu eru ekki innfalin.

Eftir að búið er að afgreiða röðina er tekið við pöntunum í gegnum símann (552 9011 og 552 9020)
TIl að versla miða í gegnum síma þarf að hafa greiðslukort við hendina. Svo eru miðar sóttir í afgreiðsluna.

Myndin er svo frumsýnd föstudaginn 16. feb þá í almennum bíóhúsum landsins.

Það verður ekki skipulögð búningakeppni á þessari sýningu en fólki er auðvitað frjálst að mæta í búningum. Það er bara gaman.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, smellið þeim inn hérna (í eventið þeirra) og við munum svara eftir bestu getu.

Auglýsing

læk

Instagram