Vinsælasta barnalag ALLRA TÍMA er komið með handþvottarútgáfu – „Wash Your Hands with Baby Shark“ – MYNDBAND

Þrátt fyrir að það séu án efa til betri barnalög heldur en Baby Shark þá er lagið samt vinsælasta barnalag allra tíma.

Og ef þú trúir mér ekki þá þarft þú ekki að skoða málið lengi á YouTube til að sjá sannleikann, enda er lagið til þar í mörgum útgáfum og til að nefna bara eitt dæmi þá er þessi tiltekna útgáfa af laginu ein og sér með 5 milljarða áhorfa – já milljarða – 4.947.584.698 áhorf þegar þetta er skrifað:

Svo að nú þegar þú veist að þetta er vinsælasta barnalag allra tíma þá er hægt að sýna þér nýju handþvottarútgáfuna svo að þú getir hrellt – ég meina skemmt öllum á heimilinu með því í samkomubanninu:

Auglýsing

læk

Instagram