5 íþróttamenn sem kosta sama og WOW

Hrafn Jónsson kvikmyndagerðamaður og pistlahöfundur benti á skemmtilega staðreynd varðandi kaupverð Icelandair Group á WOW.

Hér eru fjórir aðrir íþróttamenn sem Icelandair hefði getað fengið til sín í staðinn fyrir lággjaldaflugfélagið.

Phil Foden

Foden ánægður að hafa ekki verið keyptur af íslensku flugfélagi

 

Þessi ungi miðjumaður Man City hefði getað reynst góð fjárfesting en samkvæmt transfermarket.com er hann metinn á um 15 milljónir evra. Að fá svona efnilegan knattspyrnumann á þessu verði myndi örugglega teljast góð kaup. Ef kaupin á honum og WOW væru borin saman þá er WOW yngra en Foden, Foden les hins vegar leikinn betur.

Jonas Valanciunas

Jonas er ekki að hugsa um kaupverðið, hann er í miðjum leik

 

Miðherjinn Litháenski sem spilar fyrir Toronto Raptors fær andvirði kaupverðs WOW í laun frá kanadadíska klúbbnum á hverju ári. Icelandair hefði þar fengið öflugan frákastara en sitja í stað uppi með kassa af fjólubláum XL göllum sem aldrei voru notaðir og reikning frá Isavia sem er löngu fallinn á gjalddaga.

Russell Wilson

Wilson er líklega ekki að lýsa viðskiptum íslensku flugfélaganna

 

Ef Icelandair hefði viljað leikstjórnanda í Bandarískum ruðningi þá hefðu það getað samið í eitt ár við Russell Wilson, sem stýrir sókinni hjá Seattle Seahawks. Hann myndi örugglega sóma sér vel sem greinanda á sviði þjónustuupplifunar, en þegar þetta er skrifað á enn eftir að ráða í þá stöðu.

Paolo Rossi

Þessi mynd var tekin áður en fréttir dagsins voru tilkynntar

 

Þegar Vicenza keypti markaskorarann Ítalska Paulo Rossi þá var kaupverðið 1.750.000 pund. En það var árið 1976. Sú upphæð er að núvirði 11,5 milljón punda sem myndi þýða að Icelandair hefði miljón pund afgangs. Fyrir það gæti félagið keypt Rubén Rochina, hægri kanntmann Levante og vantað þá 9 menn og tímavél uppá að setja saman byrjunarlið.

Auglýsing

læk

Instagram