Alda Karen kenndi fólki að „hakka“ lífið á Nova-snappinu: „Allt sem skólinn feilaði á að kenna þér“

Auglýsing

Alda Karen verður með þriggja klukkustunda námskeið í Eldborgarsal Hörpu á morgun þar sem hún hyggst umturna lífi viðstaddra — hvorki meira né minna. Námskeiðið kallast LIFE- MasterClass og Alda ætlar meðal annars að kenna fólki að nýta nokkur „life hacks“.

Alda var með Nova-snappið í gær og byrjaði á að bjóða fólk velkomið í life hacking 101 og bætti við: „Allt sem skólinn feilaði á að kenna þér“. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Í kynningu á námskeiði Öldu kemur fram að hún hafi lengi starfað sem sölu- og markaðssráðgjafi á Íslandi og að hún hafi leiðst út í þa sem kallast „Life hacker“ sem ku vera manneskja sem einbeitir sér að því að greina ákveðnar hugmyndir í lífinu til að gera lífið einfaldara, skemmtilegra og árangursríkara en nokkru sinni fyrr, eins og segir í kynningu á námskeiði Öldu.

„Life hacking er að vera meðvitaður um sjálfan þig, heilann þinn, líkamann þinn og svo framvegis. Að vera meðvitaður um verkfærin sem þú getur nýtt í lífinu og hvernig þú getur nýtt þau,“ sagð Alda á Nova snappinu.

Auglýsing

Hún fór svo yfir nokkur „hacks“ sem þú getur séð í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram