Auður sendir frá sér nýtt myndband og allt fer á hvolf

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Auður hefur sent frá sér myndband við lagið I’d Love. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auður segir lagið fjalla um nánd og langanir. Í myndbandinu syngur hann og dansar í myrku hótelherbergi þar sem þyngdaraflið tekur yfirnáttúrulega kippi. Ágúst Elí Ásgeirsson einnig þekktur sem Elí er með-leikstjóri og Kristinn Arnar Sigurðsson hannaði leikmyndina.

Auður spilar á Iceland Airwaves í nóvember og leggur mikla vinnu í þá tónleika. Hann fylgdi nýlega í fótspor Of Monsters and Men, Kaleo og Sigur Rós þegar hann hlaut titilinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Auglýsing

læk

Instagram