Beyoncé og Childish Gambino flytja Can You Feel the Love Tonight í stiklu fyrir nýju Lion King myndina

Í nýrri stiklu fyrir nýja útgáfu af The Lion King má heyra lagið Can You Feel The Love Tonight. Það er þó ekki Elton John, höfundur lagsins sem syngur, heldur tónlistarfólkið Beyonce og Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino.

Sjá einnig: Disney birtir stiklu úr nýrri Lion King og fólk er að missa sig: „Litla helvítis gæsahúðin“

The Lion King kom fyrst út árið 1994 og þá var lagið valið besta frumsamda lagið á Óskarsverðlaununum. Ný útgáfa af kvikmyndinni verður frumsýnd 19. júlí næstkomandi.

Þau Beyonce og Donald Glover fara með hlutverk í nýju myndinni en Glover talsetur hlutverk Simba og Beyonce talar fyrir Nölu.