Þýskir kvikmyndadagar 2022 – Stórkostleg dagskrá þýskra gæðakvikmynda!

Auglýsing

Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í þrettánda sinn dagana 11.- 20. mars 2022! Allar myndir verða sýndar á þýsku með enskum texta!
Um er að ræða kvikmyndaviðburð sem er jafngamall bíóinu sjálfu, Bíó Paradís. Geysivinsæll enda ganga áhorfendur að því vísu að vera boðið upp á gæðahlaðborð kvikmynda á þessum árstíma!
 
Opnunarmyndin er stórkostleg rómantísk gamamynd sem gæti svarað vandamálum einhleypra kvenna. Eða hvað? 
Mannréttindi eru þema kvikmyndadaganna að þessu sinnu og boðið verður upp á tvær kvikmyndir af þessu tilefni, frítt inn og allir velkomnir. Það eru kvikmyndirnar Dear Future Children, þar sem leikstjóri myndarinnar situr fyrir svörum (í gegnum vefinn) og The Ants & The Grasshoppers. 
Great Freedom fjallar um ótrúlega sögu manns sem situr ítrekað í fangelsi fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Gullfalleg kvikmynd sem fjallar um brot á mannréttindum sem snertir hjörtu! Eitthvað fyrir alla, á Þýskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís! Opnunarviðburðurinn er í boði Þýska Sendiráðsins á Íslandi!
OpnunarmyndI´m Your Man 
Ich bin dein Mensch
Vísindakona fellst á að taka þátt í óvenjulegu verkefni, að búa með mennsku vélmenni í þrjár vikur til þess að kanna hvort það geti veitt henni hamingju.
Kvikmyndin var framlag Þýskalands til Óskarsins 2021 en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Berlinale.
Grosse Freiheit
Hans er stöðugt fangelsaður fyrir samkynhneigð, sem er bönnuð samkvæmt lögum í Þýskalandi stuttu eftir stríð. Hann myndar ólíklega ramma taug við fanga sem deilir með honum klefa …
 
Mennsk og stórbrotin saga sem snertir hjörtu og brýtur þau á sama tíma! Myndin hlaut dómnefndarverðlaunin í flokknum Un Certain Regard í Cannes og komst á stuttlista þeirra erlendra kvikmynda fyrir Óskarstilnefningu 2022.
Fabian oder Der Gang vor die Hunde
Stefnulaus maður í Berlín finnur ástina á umbrotatímum áður en Hitler tekur yfir. Með Tom Schilling (Oh boyWho am I) og Saskia Rosendahl (LoreNever Look Away) í aðalhlutverkum.
Lieber Thomas

Uppreisnagjarn. Ljóðskáld. Kvikmyndin er óður til rithöfundarins Thomas Brasch – en kvikmyndin vann aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Tallin Black Nights 2021!
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram