Stemningin fyrir leik Íslands og Englands í kvöld eykst með hverri sekúndunni.
Stuðningsfólk beggja liða mættust í Nice í gær og kepptust við að syngja stuðningssöngva með þvílíkum látum. Vignir Daði Valtýsson, útsendari Nútímans, var á staðnum og sendi okkur myndband sem má sjá hér fyrir ofan.
Íslendingarnir sungu Krummi svaf í klettagjá og Englendingarnir sungu eitthvað allt annað. Í myndbandinu sést líka þegar óheppinn Frakki villist inn í þvöguna á gömlum Citroën og fær smá vagg og veltu.
Vignir Daði sagði þó að allt hafi farið friðsamlega fram og að lögreglumenn hafi staðið hjá og brosað.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.