Camilla Rut og Lína Birgitta ræða samfélagsmiðla: „Ef þú ert ekki hreinskilinn, það skín í gegn“

Camilla Rut (camyklikk) og Lína Birgitta (linethefine) vita hvað þær syngja þegar kemur að samfélagsmiðlum. Þær eru báðar vinsælar á Snapchat og þekkja samskipti fyrirtækja og áhrifavalda vel. Þær eru fyrstu gestirnir í þættinum 2 fyrir 1 sem Nútíminn framleiðir í samstarfi við Nova. Horfðu á fyrsta þáttinn hér fyrir ofan.

Þátturinn var tekinn upp inni á Geira Smart við Hverfisgötu en allir þættirnir verða teknir upp inni á veitingastöðum sem bjóða viðskiptavinum Nova upp á tvo rétti á verði eins.

Á meðal þess sem Camilla og Lína ræða er frétt sem vakti mikla athygli á dögunum um hótelstjórann Paul Stenson, sem hjólaði opinberlega í áhrifavaldinn Elle Darby. Elle hafði sent honum póst og óskað eftir gistingu í skiptum fyrir kynningu á Youtube-rás sinni.

Camilla segir vanta í umræðuna að fyrirtæki hafa líka mikið samband við áhrifavalda. „Ég hef til dæmis voða lítið samband við fyrirtæki,“ segir hún og Lína bætir við: „Þú þarft að vinna fyrir þér til að byrja með. Þú byrjar ekki með endalaust af verkefnum í höndunum.“

Fyrirtæki senda líka áhrifavöldum vörur að þeim forspurðum en Camilla og Lína kannast báðar við það. „Ég hef alltaf sagt: skítur flýtur. Ef þú ert ekki hreinskilinn, ef umfjöllunin er ekki eitthvað sem hentar þér, það skín í gegn,“ segir Camilla.

Ásamt Geira Smart bjóða eftirfarandi aðilar upp á 2 fyrir 1 í febrúar: Hressó, Sushibarinn Suðurlandsbraut og Kringlunni, Hamborgarafabrikkan Reykjavík og Akureyri, Snyrtistofa Ágústu, Ríó Reykjavík, Roadhouse, Aurora Icelandair Hotel Akureyri, Berlín Akureyri, Argentína steikhús, Midgard Base Camp, Smárabíó og Háskólabíó. Sjá nánar og fleiri tilboð á nova.is/2f1 og í Nova-appinu.

Auglýsing

læk

Instagram