Félagarnir Elli og Ingvar byrja með nýjan þátt á Nútímanum í dag. Í þáttunum fylgjumst við með þeim gera upp íbúð í Blönduhlíð og nafnið er viðeigandi: Gerum þetta bara!
Horfðu á fyrsta þáttinn hér fyrir ofan en leyfðu okkur fyrst að kynna þá félaga til leiks. Þeir eru ekkert venjulega duglegir menn. Og þeir eru líka fjallmyndarlegir.
Sönnunargagn A:
Árið 2014 ákváðu þeir að smíða sumarbústað í Grímsnesi. Þeir keyptu jörð og fullt af spýtum og hófust handa. Þeir höfðu ekki mikla reynslu — Elli hafði starfað við smíðar í sumarvinnu og gat því miðlað örlítið af reynslu til Ingvars.
En málið var að þeir gerðu þetta bara.
Til að gera langa sögu stutta. Þá breyttu þeir þessu
Í þetta
Nema hvað. Þeir erum komnir á bragðið og vilja gera meira. Þeir keyptu því íbúð í Blönduhlíðinni og ákváðu að gera hana upp. Markmiðið var svo að leigja íbúðina út. Í þáttunum Gerum þetta bara! fáum við að fylgjast með ferlinu.
Þættirnir eru ekki bara fróðlegir, heldur einnig mjög skemmtilegir því Elli og Ingvar eru engir venjulegir menn. Kristín Péturs, útsendari Nútímans, fylgdist með ferlinu fyrir okkar hönd og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn lagði orð í belg. Horfðu á þáttinn hér fyrir ofan.