Íbúðin í Blönduhlíð langt komin: „Klósettið endaði í svakalegu bíói“

Elli og Ingvar halda áfram að gera upp íbúðina í Blönduhlíð í þáttunum Gerum þetta bara! Nú er þetta alveg að verða búið hjá þeim þó ýmislegt eigi eftir að gera. Horfðu á þriðja þátt hér fyrir ofan.

  1. þáttur: Elli og Ingvar gera upp íbúð í nýjum vefþáttum: „Þetta er ógeðslegt núna en þetta verður flott“
  2. þáttur: Eldhúsið í Blönduhlíð tekið í gegn: „Ekkert kjaftæði — hérna verður að vanda til verks!“

Þættirnir eru ekki bara fróðlegir, heldur einnig mjög skemmtilegir því Elli og Ingvar eru engir venjulegir menn. Kristín Péturs, útsendari Nútímans, fylgdist með ferlinu fyrir okkar hönd og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn lagði orð í belg.

Ýmislegt getur komið í ljós þegar íbúð er gerð upp. Elli og Ingvar fengu að kynnast því þegar þeir tóku klósettið í Blönduhlíðinni í gegn. Þeir komust semsagt að því af hverju það var alltaf kúkalykt á klósettinu — og redduðu málinu að sjálfsögðu.

Fjórði og síðasti þáttur verður svo hér á Nútímanum næsta mánudag!

Auglýsing

læk

Instagram