Hetjurnar í blómabeðunum fengu óvæntan glaðning þegar sólin fór loksins að skína

Fyrr í sumar hittum við hetjurnar í blómabeðunum sem voru búnar að strita utandyra svo dögum skipti án þess að sjá sólarglætu. Nú er sólin hins vegar byrjuð að skína og við vildum gleðja starfsfólk unglingavinnunnar, eða allavega hluta af þeim.

Sjá einnig: Hvernig er að vinna úti í þessu ógeðslega veðri? Unglingarnir eru hetjurnar í blómabeðunum

Nútíminn fékk því Símann og Domino’s í lið með sér og gladdi óvænt vinnuskólahóp í Kópavogi. Tinna Björk, útsendari Nútímans, mætti á staðinn og spjallaði við krakkana, sem voru ánægð með að sólin var loksins byrjuð að skína.

DJ Sunna Ben mætti með tónlistina og til að vera tilbúin ef það færi að rigna sá Soundboks hátalarinn um að koma tónlistinni til skila.

Auglýsing

læk

Instagram