Hjartnæmt augnablik þegar risavaxið vélmenni faðmar að sér forseta Íslands, sjáðu myndbandið

Auglýsing

UT Messan fór fram um síðustu helgi í Hörpu. Á meðal gesta var NOX vélmennið sem er 240 sentimetrar á hæð. NOX er hannaður af DLRdesign í samvinnu við háskólann í Pforzheim í Þýskalandi og inniheldur búnað sem er aðallega notaður í flug- eða geimferðir.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og heilsaði upp á NOX. Þeim kom afar vel saman og enduðu á að fallast í faðma, viðstöddum til mikillar gleði. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram