Nakinn Måns Zel­mer­löw á svifbretti stal senunni í Eurovision, sjáðu myndbandið

Sænski hjartaknúsarinn Måns Zel­mer­löw stal senunni í kvöld þegar hann birtist nakinn á svifbretti með tuskuúlf fyrir sínu allra heilagasta á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Petra Mede, annar kynnir keppninnar, velti vöngum yfir meintri nekt sönvarans Ivans frá Hvíta-Rússlandi og á meðan hún var að tala birtist Måns, helskorinn, en hvarf nánast um leið og hann birtist.

Ivan ætlaði að vera nakinn með úlfum á sviðinu og þess vegna var Måns með tuskuúlf til að hylja nekt sína.

 

Auglýsing

læk

Instagram