Snapparinn Heiðdís Rós ætlar að verða næsta Kim Kardashian: „Ég er mjög ákveðin manneskja“

Auglýsing

Þúsundir fylgjast með lífi Heiðdísar Rósar á Snapchat en hún hefur búið í Bandaríkjunum í átta ár og starfar sem förðunarfræðingur. Nútíminn heyrði í Heiðdísi í gegnum Skype og fékk að fræðast um líf hennar og hvað hún stefnir á í framtíðinni. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Heiðdís segist í samtali við Nútímann hafa farðað fyrir tímarit, raunveruleikaþáttastjörnur og Disney-stjörnur. Hún byrjaði á Snapchat fyrir tveimur og hálfu ári og fannst það leiðinlegt fyrst en í dag segist hún ekki aðeins eiga íslenska fylgjendur heldur fylgjendur úti um allan heim. „Ég fæ pósta og myndbönd frá aðdáendum sem er mjög áhugavert og fyndið,“ segir hún.

Hún hvetur fólk til að taka sig ekki of alvarlega þar sem margt sem hún birtir á Snapchat sé grín. „Í framtíðinni vil ég senda frá mér eigin snyrtivörulínu, kannski fatalínu Kannski langar mig að fara í skóla og þjálfa sjálfsöryggi stelpna,“ segir hún.

Mig langar að vera næsta Kim K, skilurðu. Það er ekki bara það sem mig langar að verða — ég ætla og ég er mjög ákveðin manneskja.

Horfðu á viðtalið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram