Trylltar dragdrottningar gera árás með hamborgurum og frönskum í myndbandi Cyber

Rappsveitin Cyber hefur hefur sent frá sér myndband við lagið Psycho. Í myndbandinu sem gerist inni á Aktu taktu gera trylltar dragdrottningar árás á meðlimi Cyber og nota til þess hamborgara og franskar. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Cyber byrjaði sem rappdúó árið 2012 og var sett á laggirnar af vinkonunum Sölku Valsdóttur (Bleach Pistol/Sick Roma) og Jóhönnu Rakel (Junior Cheese/YNG NICK). Í fyrra gekk plötusnúðurinn Þura Stína (DJ SURA/Antwon Rubio) til liðs við sveitina.

Fyrir tilkomu Cyber röppuðu meðlimir hljómsveitarinnar með Reykjavíkurdætrum og gáfu út lög á borð við Hæpið og Fiðring í samstarfi við þær.

Auglýsing

læk

Instagram