Örskýring: Breytingar á Skjá einum, opin línuleg dagskrá en greitt fyrir efnisveitu

Um hvað snýst málið?

Þann 1. október næstkomandi breytist SkjárEinn í gagnvirka efnisveitu fyrir áskrifendur. Sjónvarpsstöðin verður aðgengileg notendum í opinni línulegri dagskrá án endurgjalds.

Hvað er búið að gerast?

SkjárEinn fór í loftið árið 1999 og var í opinni dagskrá til ársins 2009. Þá var tekið upp áskriftarfyrirkomulag sem hefur verið frá þeim tíma.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í Morgunblaðinu í dag að neytendur vilji ekki láta stýra því hvenær þeir horfi á sjónvarpsefni og línu­leg­ar áskrift­ar­stöðvar eiga und­ir högg að sækja.

Með breytingunum séu Síminn og SkjárEinn að fylgja þróuninni eftir, þar sem notendur fá ókeypis aðgang að takmörkuðum hluta þjónustunnar með möguleika á að greiða fyrir meiri þjónustu.

Við stígum þetta skref með neytendum núna, en finnum síðan út í gegnum neytendamynstrið hvað fólk vill helst.

Orri nefnir tónlistarveituna Spotify sem dæmi um slíka þjónustu.

Orri segir í Morgunblaðinu verðið fyrir SkjáEinn hjá Símanum, heimasíma, net, beini og sjónvarpsefni nema 12 þúsund krónum á mánuði. Horft sé til þess að ekki leynist falinn kostnaður í verðinu.

Hvað gerist næst?

Orri segir í Morgunblaðinu að þetta sé ekki endapunktur þróunarinnar. Mögulega verður notendum boðið upp á að horfa á sama efni og einstaklingar sem þeir þekkja eða fylgja horfa á, líkt og á Spotify.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram