Örskýring: Hjartaskurðlæknir og landlæknir takast á um ástandið á Landspítala

Um hvað snýst málið?

Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson sagði í fréttum á sunnudag að ástandið á Landspítalanum hafi aldrei verið verra.

Birgir Jakobsson landlæknir hafnar þessu.

Hvað er búið að gerast?

Fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram á Alþingi fyrr í þessum mánuði.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsti yfir miklum vonbrigðum með framlagið til spítalans og sagði að það vantaði nokkra milljarða upp á.

Tómas ræddi við fréttamann RÚV á sunnudag og sagði stöðuna grafalvarlega og að hún hefði aldrei verið verri. Einnig var rætt við nokkra sjúklinga sem dvöldu ekki á stofum heldur á göngum og setustofum spítalans við Hringbraut.

Rætt var við Birgi í kvöldfréttum RÚV í gær og hafnaði hann því að plássleysið á Landspítalanum sé verra en nokkru sinni fyrr.

Sagði hann að ástandið í raun ekki mjög slæmt. Byggði hann þetta á úttekt sem embætti Landlæknis gerði eftir viðtalið við Tómas á sunnudag var birt.

Í morgun skrifaði Tómas færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann sagði orð Birgis koma sér á óvart. Hann vísar því á bug að leiksýning hafi verið sett á svið á Landspítalanum.

Hvað gerist næst?

Fjallað er um fjárlagafrumvarpið í fjárlaganefnd. Ekki liggur fyrir hvenær það fer þaðan og til annarrar umræðu á Alþingi.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram