Örskýring: KFC á jólunum í Japan

Um hvað snýst málið?

Í Japan er mjög vinsælt að borða kjúkling á KFC á aðfangadagskvöld. Hefðina má rekja til vel heppnaðar auglýsingaherferðar á áttunda áratugnum.

Hvað er búið að gerast?

Na­omi Hi­samoto, talskona KFC í Jap­an, seg­ir að árið 1971 hafi farið að bera á því að út­lend­ing­ar kæmu við á KFC til að halda upp á jól­in með vin­um, vegna þess að ekki var hægt að fá kalk­ún. Sök­um þessa var ákveðið að fara af stað með her­ferð og hvetja fókl til að borða á KFC um jól­in.

Árið 1974 fór svo í loftið auglýsingaherferðin: „Kurisumasu ni wa kentakkii!“ eða „Kentucky um jólin!“ og sló í gegn. Herferðin virkaði svo vel að enn þann dag í dag hópast Japanir á KFC á aðfangadagskvöld.

Salan á aðfangadagskvöld er jafnan sú besta á árinu og sumir panta meira að segja kjúklingaföturnar fyrirfram til að sleppa við að þurfa að bíða í röð.

Hvað gerist næst?

Hefðin er svo útbreidd að Japan Airlines hefur boðið upp á máltíðir frá KFC yfir jólahátíðina. Í boði eru beinlausir kjúklingabitar sem kallast Chicken Bite, brauðbolla með hunangsgljáa, hrásalat og súkkulaðikaka.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram