Örskýring: Mesta rigning sem mælst hefur á klukkutíma í Reykjavík í júlí

Um hvað snýst málið?

10,2 millimetra úrkoma mældist í Reykjavík milli klukkan 15 og 16 í dag. Það er það mesta sem mælst hefur á klukkutíma í Reykjavík í júlí samkvæmt Birtu Líf Kristinsdóttur veðurfræðingi.

Hvað er búið að gerast?

Það rigndi hreinlega eins og helt væri úr fötu í Reykjavík. Fólk talaði um „útlenska“ rigningu enda féll hún beint niður í gríðarlegu magni.

Birta útskýrði hvað átti sér stað í veðurfréttum RÚV í kvöld. Hún segir að það hafi einfaldlega verið um óstöðugt loft að ræða en að engar eldingar hafi mælst.

Hér má sjá skýringarmyndir Birtu. Takið eftir línuritinu sem rýkur upp þegar demban hófst.

Hvað gerist næst?

Það styttir alltaf upp.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram