Örskýring: Stúlkan sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra

Um hvað snýst málið?

Ólöf Þor­björg Pét­urs­dótt­ir, 18 ára þroska­skert stúlka, fannst á miðvikudagskvöld í læstri bif­reið á veg­um ferðaþjón­ustu fatlaðra eftir að hafa dvalið þar í sjö klukkutstundir.

Hvað er búið að gerast?

Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, sem ekur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra segir á mbl.is að Ólöf hafi farið út úr bíln­um við Hitt húsið en hlaupið inn í hann aft­ur og lík­lega falið sig.

Eft­ir að bíl­stjór­inn fór frá Hinu hús­inu ók hann með fjölda fólks en varð að sögn Sigtryggs ekki var við Ólöfu. Að lok­um lagði hann bíln­um fyr­ir utan heim­ili sitt. Ólöf fannst ekki fyrr en hon­um barst sím­tal um leit­ina og hann at­hugaði bíl­inn.

Pétur Gunnarsson, faðir stúlkunnar, segir á mbl.is að lýsingar Sigtryggs standist ekki skoðun. Ólöf kann ekki og hef­ur aldrei losað sig úr ör­ygg­is­belti. Þá get­ur hún held­ur ekki spennt ör­ygg­is­belti sjálf. Loks ítrekar hann að hún hleypur aldrei burt.

Strætó hefur beðist afsökunar og rannsókn á málinu er hafin.

Hvað gerist næst? 

Búið er að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó til að fara yfir málið.

Eygló Harðardótt­ir fé­lags­málaráðherra hefur óskað eft­ir því að borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík komi á henn­ar fund.

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur óskað eft­ir auka­fundi í vel­ferðar­nefnd Alþing­is vegna mála sem komið hafa upp í tengsl­um við ferðaþjón­ustu fatlaðra.

Málið verði rætt í borg­ar­ráði að beiðni full­trúa Sjálfstæðisflokks­ins.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram