Tékklisti: 25 gagnlegar spurningar fyrir vænlegar barnfóstrur. Vantar þig slíka?

Góðar barnfóstrur eru ekki á hverju strái. Það getur verið lotterí að finna réttan aðila í það mikilvæga starf. Við tókum saman spurningalista fyrir foreldra sem eru á höttunum eftir barnapíu. Hér eru 25 hugmyndir að gagnlegum spurningum. Og jú, það er allt í lagi að spyrja – þetta er manneskjan sem þú ætlar að treysta fyrir börnunum þínum. Og neibb, listinn er ekki tæmandi. Neðst í greininni eru verðviðmið og ábendingar um hvar hægt er að leita.

Almennar spurningar

Hvers vegna vilt þú passa börn?
Hvernig fjölskyldu vilt þú vinna fyrir?
Hvaða laun viltu fá?
Ert þú stundvís?
Er í lagi að tímasetningar fjölskyldunnar standist ekki fullkomlega?
Býrðu í nágrenninu? Og ef ekki, hvernig ætlar þú að komast til og frá heimilinu?
Á hvaða tímum getur þú passað … og hvenær ekki?

Bakgrunnur

Hver er reynslan þín af barnapössun?
Geta aðrar fjölskyldur mælt með þér?

Persónulegar aðstæður

Ertu í skóla eða annarri vinnu?
Ertu með einhver ofnæmi eða óþol?
Hver eru helstu áhugamálin þín?
Eru einhverjar aðstæður sem vekja hjá þér óöryggi?
Hversu lengi sérðu fyrir þér að vera barnapía?

Öryggismál

Hefur þú farið á skyndihjálpar eða barnapíunámskeið?
Ef já, hvenær og treystir þú þér til þess að beita aðferðum sem þú lærðir þar?
Þekkir þú helstu neyðarnúmer og hvert ber að leita eftir aðstoð ef ekki næst í foreldra?

Nálgun á starfið

Hvað myndir þú gera með krökkunum, á venjulegum degi?
Hvernig agar þú börn? Hvernig huggar þú börn?
Getur þú hjálpað til við heimavinnu?
Getur þú eldað?
Myndir þú ganga frá eftir börnin?
Er í lagi að fleiri vinir eða vinkonur barnanna komi í heimsókn þegar þú ert að passa?
Hefur þú hugsað þér að bjóða vinum þínum að passa með þér?
Gætir þú hugsað þér að passa seint að kvöldi eða á nóttunni?

Ágætt er að íhuga hvort þið viljið setja einhverjar reglur varðandi t.d. heimsóknir vina, aðgang að þráðlausu neti, hvað viðkomandi má gefa börnunum að borða eða hvert má fara með þau o.s.frv. Ef svo er alltaf betra að ræða það fyrirfram. Ef barnapían er undir lögaldri þá skaltu óska eftir því að fá tenglaupplýsingar foreldra viðkomandi.

Ef þú finnur góða barnfóstru er ágætt að segja engum frá því, annars gæti hún allt í einu orðið ótrúlega upptekin/n☺.

Launin og allt hitt

Hér er sitthvað gagnlegt um praktískar hliðar málsins. Athugið þó að þetta er alls ekki hinn endanlegi sannleikur um launakjör barnfóstra heldur upplýsingar ætlaðar til fróðleiks og umhugsunar.

Hvar finnur maður þær?

Þegar leitað er að barnfóstru er best að byrja á því að spyrjast fyrir hjá ættingum og vinum. Ef ekkert boðlegt býðst þar er hægt að stækka hringinn og spyrjast fyrir t.d. á vinnustað eða hjá kunningjum. Það er engin trygging fyrir því að viðkomandi sé heppilegri í starfið heldur en einhver algjörlega ókunnugur, en kunnugleikinn getur skipt máli – við erum mörg frændsemisfólk.

Barnfóstrur á öllum aldri auglýsa sýna þjónustu á bland.is, í grúppum á Facebook, á ýmsum heimasíðum og meira að segja á A4 blöðum út í sjoppu.

Gangi ykkur vel að finna hina fullkomna fyrir ykkar fjölskyldu og aðstæður.
Slíkt getur sannarlega bjargað geðheilsunni.

Nútímaforeldrar eru líka á Facebook.
Lækaðu ef þér líkar síðan okkar og þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram