Tímaferðalag Davíðs Oddssonar

Það var rosalega áhugavert að fylgjast með kappræðunum á Stöð 2 í gær. Umræðurnar voru reyndar frekar bragðdaufar, fátt kom á óvart nema kannski eitt: Frammistaða Davíðs Oddssonar.

Mig fór að gruna að eitthvað furðulegt væri á seyði þegar Davíð reyndi gamalt herbragð; að spyrða frambjóðanda sem sat andspænis honum við flokk sem mælist í dag með mjög lítið fylgi og margir spá hreinlega dauða. Í umræðum um tengingar frambjóðenda við stjórnmálaflokka greip Davíð orðið og sagði að „nánast allir“ Samfylkingarmenn styðji Guðna. „Og það er ákveðin skýring á því, ekki satt?“

Davíð var kveðinn í kútinn af fréttamanninum Þorbirni Þórðarsyni sem benti á lítið fylgi Samfylkingarinnar en mikið fylgi Guðna og að hann nyti stuðnings frá fólki í flestum flokkum. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig, ég get þrasað við aðra hér,“ sagði Davíð.

Þetta misheppnaða áróðursbragð varð til þess að það rann upp fyrir mér ljós. Davíð er af þeirri kynslóð stjórnmálamanna sem gat í gamla daga sagt einhverja vitleysu um pólitíska andstæðinga sína og það var svo birt í Mogganum þannig að allir sáu það. Mogginn laug ekki þannig að það trúðu því líka allir. Í dag er öldin önnur. Með hjálp fjölbreyttari fjölmiðla og samfélagsmiðla er fólk fljótt að sjá í gegnum vitleysuna.

En af hverju að reyna þetta? Það er aðeins ein skýring á því: Davíð er tímaferðalangur úr fortíðinni.

Davíð hefur grínast með að kunna ekki á snjallsíma og að stutt sé síðan hann lærði á tölvupóst. Ástæðan fyrir því er einföld. Hvorki snjallsímar né tölvupóstsamskipti höfðu rutt sér til rúms þegar Davíð var uppi.

Það er ástæða fyrir því að það er eitthvað skrýtið við allar myndirnar sem framboðið hans birtir á Facebook — svolítið eins og hann sé Photosjoppaður inn á þær. Hann er í sömu jakkafötum og þegar tímaferðalagið hófst myndirnar sýna ekki bara mann í forsetaframboði, heldur ringlaðan tímaferðalang sem er bara að reyna að átta sig á aðstæðum í miðri tæknibyltingu.

Hvernig er öðruvísi hægt að útskýra myndirnar hér fyrir neðan?

„Sæll, ungi maður. Hvað heitir þú?“

„Var þetta ekki apótek?“

13248476_1683402795246097_3284028183892501246_o

Ég athugaði málið og nei, Davíð er ekki Photosjoppaður inn á þessa mynd

13235246_1682612321991811_6300870576423421927_o

„Þetta hlýtur að vera minnsti spegill sem ég hef séð“

13256235_1681984925387884_3716170241897160665_n

Er þetta ekki eina rökrétta útskýringin? Hefði einhver sem hefur fylgst með umræðunni síðustu ár sagt brandara Davíðs um að vakna í rúminu á Bessastöðum með Dorrit?

Hann var allavega fyndnari árið 1952 þegar Margaret Chase Smith, þingkona Repúblikana, sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram