​RIP Phife Dawg & J Dilla

Hin goðsagnakennda og mikilsvirta hip hop hljómsveit, A Tribe
Called Quest, missti einn stoðmeðlima sinna þ. 22. mars síðastliðinn þegar
rapparinn Phife Dawg lést eftir langvinna baráttu við sykursýki, aðeins
45 ára að aldri. Eins sorglegar og þessar fréttir eru af andláti hins
snaggaralega rappara, gefur þetta öllum
þeim aðdáendum sem dáðu hann, bæði á sínum sólóferli og með sinni hljómsveit, tækifæri til þess að renna yfir nostalgíska tóna sem arfleifð hans skildi eftir sig. Lög á borð við 8 Million Stories af plötunni
Midnight Marauder með ATCQ, The Hop
af plötunni Beats Rhymes & Life og 4 Horsemen af sólóplötu hans,
Ventilation, eru aðeins örfáir af þeim hornsteinum sem Phife Dawg lagði á leið
sinni í gegnum tónlistargöngu sína síðastliðna þrjá áratugi.

Þess má einnig geta að í febrúar síðastliðnum voru liðin 10 ár
frá andláti annars merks manns, oft talinn besti taksmiður sem hip hop stefnan
hefur alið af sér, fyrr eða
síðar, Jay Dee eða J Dilla eins og hann var betur þekktur undir. J Dilla
og Phife Dawg áttu í miklu og gæfuríku
samstarfi allt til dauðadags Dilla, en hann var í taktframleiðsluteymi ATCQ sem
gekk undir heitinu, The Ummah. Í því teymi voru Q-Tip og Ali Shaheed Mohammed,
meðlimir ATCQ.

SKE minnist þessara kyndilbera með söknuð í hjarta og hvetur alla
þá sem ekki hafa kynnt sér tónlist þeirra að taka þau einföldu skref þegar í stað.

Auglýsing

læk

Instagram