10 frægustu vörur Chanel

Auglýsing

Þann 19. ágústárið 1883 fæddist franski tískuhönnuðurinn Coco Chanel.

Talið er að Coco Chanel, ásamt Paul Poiret, hafi frelsað kvenmenn úr viðjum lífstykkisins eftir lok fyrri heimstyrjaldarinnar og þess í stað ýtt undir vinsældir annars konar stíls meðal kvenna, þ.e.a.s. hversdagslegri stíls sem var jafnframt íþróttalegur og glæsilegur.

Coco Chanel er eini tískuhönnuðurinn á lista TIME yfir 100 áhrifamesta fólk 20. aldarinnar.

Til þess að heiðra minningu þessarar merku konu, tók SKE saman 10 mikilvægustu vörur Chanel:

Auglýsing

1. 2.55 Vatteraða taskan (The 2.55 quilted bag)

2.55 Vatteraða taskan dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að hún kom út í febrúar árið 1955. Taskan er fóðruð í brúnum lit og minnir á lit búningsins sem Coco Channel klæddist á uppvaxtarárum sínum í Aubazine klaustrinu. Sagt er að Chanel hafi gjarnan stungið seðlum Í litla vasann á bakhlið töskunnar og sjálf segir hún að hugmyndin á bakvið axlarólina komi frá lyklakippunum sem umsjónarmenn munaðarlausa barna gengu gjarnan með. Lásinn á framanverði töskunni er frábrugðinn sígilda CC lógóínu og er kallaður „Mademoiselle lásinnn“ vegna þess að Coco Chanel giftist aldrei.

2. Chanel Númer 5 (Chanel No. 5)

Chanel No. 5 var fyrsta ilmvatnið sem Chanel framleiddi og hefur verið til sölu frá því að það kom út árið 1921. Ilmvatninu hefur verið lýst sem „goðsagnakenndasta ilmvatni heims“ og enn í dag er Chanel No. 5 frægasta ilmvatn Chanel. Á sínum tíma var talið að ein flaska seljist á hverjum 55 sekúndum.

Coco Chanel lét eftirfarandi ummæli falla um ilmvatnið: „Mig langar að gefa kvenmönnum tilbúinn ilm, já, og ég meina þetta, tilbúinn, eins og kjóll, eitthvað sem hefur verið skapað. Mig langar ekki í rós eða lilju, heldur ilmvatn sem er samsett.“

3. Falskar perlur (Faux pearls)

Árið 1924 hóf Chanel framleiðsu á sinni fyrstu skartgripalínu. Harper’s Bazaar lýsti línunni sem „einni af byltingakenndustu hönnunarlínum samtímans.“

Þekktasti gripur línunnar er eflaust Chanel perlufestin, sem er fáanleg með gler- eða kristalkúlum, og þykir sígild.

4. Litli svarti kjóllinn (The little black dress)

Litli svarti kjóllinn er jafn vinsæll í dag og hann var árið 1926 þegar Chanel kynnti hann til leiks. Kjóllinn var hannaður með það fyrir stafni að vera einfaldur en fjölhæfur, sígildur og viðráðanelgur í verði. Fyrsta útgáfa kjólsins var skorin úr svörtu krepefni með háu hálsmáli, síðum aðsniðnum ermum og klæðafaldi sem lá rétt fyrir ofan hnéð.

Bandaríska útgáfa tímaritsins Vogue líkti kjólnum við T módel bílafyrirtækisins Ford þar sem kjóllinn var sérstaklega vinsæll, útbreiddur og aðeins fáanlegur í svörtum lit.

5. Tvíd jakkafötin (The tweed suit)

Á 3. áratugi 20. aldarinnar hugðist Chanel einfalda stíl kvenna með því að innleiða nýjungagjarna sýn. Chanel lék sér að því að yfirfæra stíl karlmanna yfir á kvenmenn og byrjaði hún að hanna bæði einfaldar skyrtur og tvíd jakkaföt. Síðar á 6. og 7. áratugunum þróaði hún fyrrnefnd tvíd jakkaföt í hástískulegar vörur sem höfðu nýtískulegt yfirbragð og sem voru frábrugðin tvíd jakkaföt Dior sem voru stærri í sniðum.

6. Snekkjubuxur (Yachting trousers)

Chanel aðlagaði ekki einvörðungu tvíd jakkaföt karla að stíl kvenna heldur einnig sjóarabuxurnar sem voru vinsælar á meðal karlmanna og sem víkkuðu snögglega að neðan (sailor’s trousers). Þessar „snekkjubuxur“, sem hún paraði gjarnan með prjónuðum golftreyjum, voru hluti af nýtískulegri línu Chanel sem veitti kvenmönnum aukið frelsi til þess að hreyfa sig, umfram það frelsi sem pils og lífstykki hefðu áður gefið.

7. Breton toppurinn (Breton Top)

Á 4. áratugnum hannaði Chanel svo röndóttan topp til þess að fara með „snekkjubuxunum.“ Þessi toppur er talinn sígildur í dag.

8. Ballet skór með vatteruðu spori (Quilt-stitched ballet flats)

Tímalaus og einfaldur, sígildi Chanel ballet skórinn er úr lambaskinni og yfirleitt er Chanel lógóið sjálft saumauð á tá skósins.

9. Chanel lógóið (Chanel logo)

Coco Chanel hannaði sjálf lógó Chanel árið 1925 og hefur lógóið ekki breyst síðan. Chanel lógóið, sem samanstendur af tveimur C-um sem liggja að hluta til yfir hvort annað, er eitt þekktasta merki tískuheimsins.

10. Tvílit hönnun (Two-tone design)

Chanel fyrirleit þá tilgerðarlega, ofskreytta hönnun sem einkenndi svokallaða „belle epoque“ tímabilið (frá árunum 1871 til 1914). Þess í stað hallaðist hún frekar að einfaldri, tvílitri hönnun. Þessi hugsjón Chanel lifir enn þann dag í dag, t.d. í sígildu Chanel ballet skónum, Chanel sokkabuxunum og Chanel línunum sem Karl Lagerfeld hannaði.

Heimild: https://www.queensofvintage.com/top-10-chanel-desig…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram