Auglýsing

2.712 handteiknaðar myndir í nýjasta myndbandi Frikka Dór

Fréttir / Tónlist

Friðrik Dór sendi frá sér lagið Dönsum (eins og hálfvitar) í gær ásamt myndbandi.

Í tilkynningu sem Frikki sendi frá sér í gær kastar hann sérstökum kveðjum á listamanninn Jakob Gabríel, „sem smellti (með smá hjálp) í 2.712 handteiknaðar myndir af dönsurum og öðru eins og ekkert væri sjálfsagðara. Útkoman er virkilega skemmtileg.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

SKE spjallaði við Friðrik Dór síðasta sumar þar sem ýmislegt kom í ljós, þar á meðal eftirfarandi skrítla:

Ég fékk einu sinni mjög skrýtið símtal. Það hringdi í mig maður sem var nýskilinn og barnsmóðir hans vildi ekkert með hann hafa. Hlið við hlið var þeirra lag. Hann spurði hvort að ég gæti setið fyrir henni með gítarinn þegar hún kæmi að sækja börnin í leikskólann – og byrjað að spila Hlið við hlið þegar hún mætti. Hann var alveg sannfærður um að þetta myndi hjálpa honum í þessari baráttu. En ég gerði það ekki. Ég sannfærði hann um að þetta myndi ekki hafa tilætluð áhrif. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið grín.

– Friðrik Dór

Viðtalið má lesa í heild sinni hér:

https://ske.is/grein/%C3%A9g-hef-aldrei-reynt-a%C3%B0-sm%C3%AD%C3%B0a-m%C3%A9r-a%C3%B0ra-%C3%ADmynd-%C3%A9g-er-bara-eins-og-%C3%A9g-er

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing