Allt það sem er að SKE 16.08.2016

[the_ad_group id="3076"]

Í dag er 16. ágúst 2016.

Það eru 137 dagar eftir á árinu.

Á þessum degi árið 1920 fæddist bandaríska ljóðskáldið Charles Bukowski en hann lét meðal annars eftirfarandi orð falla:

„Menntamaður segir einfaldan hlut á torskiljanlegan hátt. Listamaður segir flókinn hlut á einfaldan hátt.

– Charles Bukowski

Hér er Tom Waits að lesa ljóðið The Laughing Heart eftir Bukowski

[the_ad_group id="3077"]

Í dag og í kvöld er allt að SKE

1. Það er Pub Quiz á Bar Ananas sem geðþekki rapparinn Bent stýrir ásamt kómíska kanadamanninum Yorke Underwood. Þemi kvöldsins er Millionaires og Millenials (Milljónamæringar og Y-kynslóðin).

Hvar: Bar Ananas (Klapparstígur 38, 101 Reykjavík)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: Frír

https://www.facebook.com/events/1623155461347964/

2. Kammerkór Áskirkju, MELODIA, heldur tónleika í Landakotskirkju í undirbúningsskyni fyrir kórakeppni í Arezzo í Toskana-héraði á Ítalíu. Keppnin er kennd við Guido d’Arezzo og er ein af Grand Prix-kórakeppnunum sem haldnar eru í Evrópu ár hvert. Á tónleikunum mun Melodia m.a. flytja verk eftir Bruckner, Elgar, Palestrina, Poulenc, Parsons, MacMillan, Victoria og Gjeilo.

Hvar: Landakotskirkja (Túngata 13, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Miðaverð: 2.000 ISK

https://www.facebook.com/events/1345154402180347/

*Edward Elgar var enskt tónskáld sem er hvað þekktastur fyrir verkið Enigma Variations en tónlistarmaðurinn Rob Dougan „samplaði“ tónnverkið í laginu Clubbed to Death (sem kom fyrir í kvikmyndinni The Matrix):

3. Ásdís grasalæknir kennir námskeið um afeitrunarkerfi líkamans á Gló. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig afeitrunarkerfi líkamans virkar; toxísk efni í fæðu, húðvörum og umhverfi okkar; jákvæð áhrif hreinsunar á líkamann; hugmyndir að hreinsandi máltíðum; náttúruleg bætiefni og jurtir sem hreinsa; og nærandi uppskriftir sem örva hreinsun líkamans. Hreinsunin byggir á metsölubókinni ‘Hreint mataræði’ eftir hjartalæknirinn Alejandro Junger.

Hvar: Gló (Fákafen 11, 105 Reykjavík)
Hvenær: 18:00-21:00
Aðgangur: 4.900 ISK (Innifalið: aðgangur að lokaðri fb gruppu með hvatningu og góðum
tipsum og uppskriftum.)
Skráning: https://www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar10% afsláttur í verslun og veitingasölu fyrir námskeiðsgesti.)

https://www.facebook.com/events/1569469866689599/

4. Sýningin Feeling Blessed eftir Kristínu Morthens opnar í Algera Studio. Feeling blessed er samtal stafræns tungumáls og handverks í málverki. Sýningin samanstendur af tvívíðum verkum þar sem Kristín rannsakar form, liti og áferð í málverkum sínum út frá stafrænum veruleika okkar. Kristín Morthens er í BA námi við OCAD University í Toronto á Drawing and Painting deild. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og listahátíðum hérlendis, víðsvegar um Evrópu sem og Norður og Suður Ameríku, en -feeling blessed er önnur einkasýning hennar.

Hvar: Algera Studio (Fossháls 9)
Hvenær: 17:00-22:00

Megið þið eiga dásamlegan dag, kæru vinir.

Lag dagsins er Go Fuck Yourself með Two Feet. Kynlíf í tónum.

Auglýsing

læk

Instagram