Bestu Hip-Hop plötur ársins (erlendar)

Á vefsíðunni Metacritic má finna samansafn dóma frá fremstu gagnrýnendum heims (að sögn Metacritic), bæði hvað varðar gagnrýni á hljóðversplötum, tölvuleikjum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

SKE fór yfir einkunnagjöf gagnrýnenda á Hip-Hop plötum sem gefnar voru út árið 2016. Hér fyrir neðan eru þær 10 plötur sem fengu hvað bestu dóma (einnig fylgir besta lagið af plötunni með, að okkar mati).

1. A Tribe Called Quest – We Got It From Here … Thank You 4 Your Service.

„Ein sígildasta hljómsveit rappsögunnar snýr aftur með hljóðversplötu sem hljómar ekki eins og árið 1996, en ekki beint eins og 2016 heldur.“ (Rolling Stone, )

Lagið: We The People … SKE mælir einnig með laginu Enough!!! Hvíl í friði, Phife Dawg.

2. Chance the Rapper  Coloring Book

„Sem rappari er Chance allt það sem við elskum við Hip-Hop tónlist árið 2016.“ (Rolling Stone, )

Lagið: Angels … einnig mælum við með laginu Summer Friends sem skartar Jeremih og Francis and the Lights.

3. Common  – Black America Again

„Common er ávallt upp á sitt besta þegar hann er alvörugefinn.“ (Rolling Stone, M.R.)

Lagið: Black America Again ásamt Stevie Wonder

4. Kendrick Lamar  untitled unmastered

„Ægibjartur sigurhringur kóngsins Kendrick.“ (Rolling Stone, Will Hermes)

Lagið: Untitled 08 (Ekki til í góðum gæðum á Youtube)

5. Danny Brown  Atrocity Exhibition

„Að hlýða á plötuna Atrocity Exhibition eftir Danny Brown er eins og að vera gestur í stróbrotnu en jafnframt ömurlegu partíi.“ (Rolling Stone,  )

Lagið: Tell Me What I Don’t Know

6. Anderson .Pakk  – Malibu

„Lærlingur Dr. Dre skýst á loft og heldur síðan í átt að ljúfum heimi sem einkennist af furðlegum tóum.“ (Rolling Stone, )

Lagið: Am I Wrong ásamt Schoolboy Q. SKE mælir einnig með lögunum The Season / Carry Me, The Bird, Come Down og The Bird (flest lögin á plötunni eru góð.)

7. Aesop Rock  The Impossible Kid

„Besta plata vélbyssukjaftsins í meira en áratug.“ (Rolling Stone, )

Lagið: Mystery Fish

8. YG  Still Brazy 

„Eftir að hafa komist lífs af frá skotárás í hljóðveri, lýsir hinn málgefni YG (sem kemur frá vesturströnd Bandaríkjanna) smáatriðum hrylllingsins: frá eigin ofsóknaræði eftir skotárásina og að geðveikinni sem ræður ríkjum í Compton.“ (Rolling Stone)

Lagið: Still Brazy

9. Skepta  Konnichiwa

„Tímamótaplata í breskri götutónlist sem býður heiminum byrginn án þess þó að gefa eftir eina tommu í Grime-i.“ (NME)

Lagið: Shutdown

10. Vince Staples – Primadonna

Primadonna er blanda af svartri ofsareiði og svörtum húmor.“ (Rolling Stone, Joe Levy)

Lagið: Primadonna ásamt A$AP Rocky

Auglýsing

læk

Instagram