Birnir og Hnetusmjör saman í nýju myndbandi: “Já ég veit”

Auglýsing

Síðastliðið föstudagskvöld (13. október) var rapparinn Herra Hnetusmjör gestur útvarpsþáttarins Kronik en ásamt því að flytja lagið Spurðu um mig í beinni spjallaði hann einnig við umsjónarmenn þáttarins, þá Benna B-Ruff og DJ Rampage, um allt það sem væri framundan.

Minntist hann meðal annars á útgáfu myndbandsins við lagið Já ég veit sem hann samdi í samstarfi við rapparann Birni en í dag (17. október) rataði fyrrnefnt myndband loks á Youtube (sjá hér fyrir ofan). 

Lagið pródúseraði Young Nazareth og var leikstjórn myndbandsins í höndum Jóhanns Kristófers (Joey Christ). 

Auglýsing

Þótti okkur ljósmyndaranum Þórsteini Sigurðssyni komast ansi vel að orði þegar hann deildi myndbandinu á Facebook-síðu sinni í hádeginu.

Óneitanlega er einhver Clipse fýlingur í laginu. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram