Chance the Rapper gefur út fjögur ný lög—plata með Kanye West í vændum

Auglýsing

Fréttir

Fyrr í vikunni lét rapparinn Chance the Rapper þau ummæli falla, í viðtali við blaðamann the Chicago Tribune, að aðdáendur mættu búast við útgáfu nýrrar plötu í vikunni (hafði rapparinn áður gefið það út, í viðtali við Complex, að hann ynni nú að plötu með Kanye West). 

Nánar: https://pitchfork.com/news/cha…

Auglýsing

Samkvæmt Pitchfork kemur hins vegar engin plata út fyrir helgi: „Fyrirgefið, engin plata í vikunni, en ég hef verið á fullu í hljóðverinu engu að síður.“—Chance the Rapper.

Í uppbót hefur rapparinn hins vegar gefið út fjögur ný lög á SoundCloud og á Spotify (sjá hér að ofan). Lögin heita I Might Need Security, Work Out, Wala Cam og 65th and Ingleside. Þá kemur rapparinn Supa Bwe við sögu í laginu Wala Cam og athygli vekur að í laginu Security gagnrýnir Chance borgarstjóra Chicago, Rahm Emanuel, en þeir tveir hafa lengi átt í deilum (Chance the Rapper er frá Chicago):

And Rahm you done /
I’m expecting a resignation /
And open investigation /
On all the paid vacations for murderers /

Við fyrstu hlustun stendur lagið 65th and Ingleside upp úr. Lagið er tilfinningaríkt og kallar fram þá kunnuglega gospel tóna sem hefur einkennt tónlist rapparans þegar best lætur.

Nánar: https://pitchfork.com/news/cha…

Hér fyrir neðan er svo jólaplatan Merry Christmas Lil’ Mama: Rewrapped (Disc Two) sem Chance the Rapper gaf út í samstarfi við Jeremih í fyrra en platan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE frá því að hún kom út. 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram