Eftirminnilegustu rapplínurnar árið 2016

Eitt sinn ritaði stórskáldið Matthías Jochumson eftirfarandi línur:

Allir hlutir mér til meins /
Mæða vilja þróttinn /
Ég hef ekki neitt til neins /
Nema bara kjaftinn /

(Matthías Jochumsson)

Um það bil 100 árum seinna orti starfsbróðir hans í svipuðum dúr:

Ég er rífandi kjaft /
Með líter af Jack /
Skartgripi út um allt /
Wifebeater og bagg / 

(Gísli Pálmi)

Sem miklir aðdáendur íslensks kveðskapar, höldum við hjá SKE áfram að taka saman það helsta úr íslenska rappheiminum árið 2016, en að baki liggur, án efa, viðburðaríkt ár. Hér fyrir neðan má finna brot af eftirminnilegustu rapplínum ársins (að okkar mati). Við viðurkennum jafnframt að listinn sé langt frá því að vera tæmandi; það er óðs manns æði að freista þess að sigta út allt það besta:

Kallaðu mig Guð  
Eða
Virgin Mary /
Aðeins heilagur Guð 
Gat
poppað þetta Cherry /

– Anna Tara, Reykjavíkurdætur (Fan Bois)

Koddu með
Fokk, skulum tjekka út /
Slæm útsending
Langar til að detta út /
Bail-a á reikningum
Ég kann ekki að rétta út /
Við göngum upp:
Ég er búinn að reikna þetta út /

– Kött Grá Pje (Stepla hlustaðu)

Piltur, viltu að ég sé 

Villtur eða stilltur? /

Viltu handaband 

Eða viltu bóndabeygju og byltu? /

– Bent, XXX Rottweiler (Negla)

Þú bjóst til íslenskt rapplag  
– Og til lukku / 
Ég bjó til íslenskt rapp, mar  
– Og við rukkum! /

– BlazRoca, XXX Rottweiler (Negla)

Strákar verða að mönnum /
Og stelpur verða að mömmum /
Ég er enn að naga bein 
Og halda þessu sönnu /

 Arnar Freyr, Úlfur Úlfur (Barn)

Motherfokkerar dissa 
En finnið eitthvað nýtt upp / 
Ég hataði mig löngu áður 
En það fór í tísku /

 Arnar Freyr, Úlfur Úlfur (Barn)

Ósofinn og þvalur /
Hálfur drýsill, hálfur maður /
Annar dagur, annar slagur /
Alltaf svangur eða graður /

 Arnar Freyr, Úlfur, Úlfur (Barn)

Jarðvist er kerti 
Sem ég brenni í báða enda /
Kenndi mamma þín þér ekki 
Að það er ljótt að benda!? /

 Arnar Freyr, Úlfur Úlfur (Barn)

Karlmennska finnst ekki á kvennafari

– Emmsjé Gauti (Silfurskotta)

Stafir lifna við 
Í sýnum síns og sinna /
Rapp er til að tala um 
En tónlist til að finna /

 Byrkir B (Hvíti galdur)

Fögur er sú fýsn 
Fangi sinna eigin möguleika /
Lætur hugsun reika / 
Inni í blauta steypu á milli steyptra reita /

 Bófa Tófan (Hvíti galdur)

Anda inn: 
Nem staðar, Namaste /
Anda út: 
Sé það sama og shaman sér /

 7berg (Hvíti galdur)

Ég er tengdur 
Inn á sambandsleysið /
Ekki lengur hér: 
Ég er andi á sveimi /
Handan heimi /

 7berg (Hvíti galdur)

Geri’etta vel /
Læt það rigna eins og él /
Drit’essu út eins og vél /
Veist hver ég er /
Heitari en Hel /

 Emmi, Shades of Reykjavík (Sólmyrkvi)

You know what they say: 
When it rains it pours / 
And things turn around 
Every which way but yours /  
… 
You try to change the course / 
But it feels like going up against Nature’s law /

 Tiny (Thought U Knew)

Settu smettið í klofið /
Og sjúgðu á mér rofið! /

 Reykjavíkurdætur (Tista)

Þú veist að ég er fædd stjarna eins og krossfiskur!

 Gkr (Tala um)

„Hvernig viltu steikina?“
Audda Blö /
Er ekki Ásdís Rán 
En ég er með í vör /
Hausverk allar helgar: 
Siggi Hlö / 
Sé lífið gegnum rör / 
Sæll og blaze,  Venur! /

 BlazRoca (FÝRUPP)

Dett inn á bar, vill fá þrefaldan strax! 
„Þrefaldan í hvað?“ 
Mig varðar ekkert um það! 
„Þrefaldan í hvað?“
Hverslags spurning er það? 
„Þrefaldan í hvað?“ 
Þrefaldan í glas!

 BlazRoca (FÝRUPP)

Það má engin stjarna hérna 
Skína skærar en ég /
Ég þarf alltaf miklu meira 
En bærilegt er /

 Alexander Jarl (Allt undir)

Swing, swing a chandelier /
White boy of the year! /

 Kilo (Magnifico)

God damn, hvað ég er svalur /
God damn, hvað ég er svalur / 
Hver hefði haldið að Kópavogsdrengur 
Með gleraugu og bumbu 
Yrði svona kaldur!? /

 Herra Hnetusmjör (203 Stjórinn)

Athyglisbrestur:  
Sorrí, ég datt út / 
Ég er svo blekaður  
Held ég sé tattú /

 Emmsjé Gauti (Svona er þetta)

Bræður
muna berjast /
Og systur ei seðjast /
Fyrr en við hristum upp í
system-inu /
Þá fyrst mun hefjast /
Endurresinin …

 Class B (Spilaborgin)

Er nafnið þitt á listanum?
Ertu einn af Anarkistunum?
Eða jafnvel Terror-istunum?
Hvað ætlarðu að gera
Þegar þeir taka utan af byssunum?

 Class B (Bananar)

Auglýsing

læk

Instagram