Auglýsing

Eini maðurinn sem berst fyrir því að spila á innsetningarathöfn Trumps

Tónlist

Auðkýfingurinn Donald Trump hefur átt í miklum erfiðleikum með það að ráða tónlistarmenn til þess að koma fram á innsetningarathöfn sinni, en Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna föstudaginn 20. janúar. 

Nú þegar hafa tónlistarmenn á borð við Elton John, Justin Timberlake, Celine Dion, Kiss, Andrea Bocelli, Kanye West og fleiri hafnað boði Trump. 

Aðeins einn tónlistarmaður virðist berjast markvisst fyrir því að spila á innsetningarathöfninni: rapparinn óútreiknanlegi Riff Raff. Síðan að Trump sigraði í kosningunum í fyrra hefur Riff ítrekað biðlað til Trumps á samfélagsmiðlum – og ástæðan er einföld: 50,000 bandarískir dollarar:

„Sko, ég elska peninga. Og ég bý í Bandaríkjunum. Og ég fæddist í Bandaríkjunum. Og ég elska peninga. Og ég meina hvers vegna ekki? Gefðu mér bara örlitla 50,000 dollara og þá er ég góður … í gegnum árin hef ég þurft að greiða þúsundir dollara í skatta, jafnvel hátt í milljón dollara. En það góða við það er að Trump ætlar að lækka skattanna, frá fjörtíu og eitthvað prósent niður í 15%. Fyrir mig, persónulega, þýðir það á bilinu 300,000 til 400,000 dollarar á ári. Það er jafnt og Lamborghini á ári. Þetta er peningur sem ég hef bara verið að gefa frá mér. Mér er í raun sama hver það er – jafnvel þó að pakki af Starbursts (bandarískt sælgæti) yrði forseti myndi ég samt spila.“

– Riff Rafff

Rapparinn hefur boðist til þess að taka lagið Only In America, en myndbandið skartar leikaranum James Franco, sem jafnframt lék ekki ósvipaða týpu og Riff Raff í kvikmyndinni Spring Breakers eftir leikstjórann Harmony Korine (Kids).

Samkvæmt CNN munu tónlistarmennirnir 3 Doors Down, Toby Keith og Lee Greenwood spila á innsetningarathöfninni, ásamt The Piano Guys og The Frontmen of Country. Einnig ætlar leikarinn Jon Voightað láta sjá sig. 

Af myndböndunum hér fyrir neðan að dæma, myndi Riff Raff eflaust passa vel inn í hópinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing