„Fáir alvöru rapparar eftir“—SKE kíkir á rúntinn með Kilo (myndband)

Auglýsing

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með keflvíska rapparanum Kilo en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—er útgáfa plötunnar Gran Jefe sem Kilo gaf út í júlí. Aðspurður hvaða rapparar væru ekki að standa sig í dag svaraði Kilo kokhraustur:

„Málið er að það eru fáir rapparar eftir, svo að ég get ekki verið að dissa þá neitt. En ef þú kallar þig rappara—þá þarftu að kunna rappa. Það eru allir svo einfaldir. Ef þeir gefa út plötu þá er það alltaf sama lagið. Það þorir enginn að gera neitt öðruvísi. Um leið og þú ert byrjaður að þéna peninga þá bara: ,Ég má ekki gera neitt annað!’ Ef þú ert ekki að taka áhættu: hvers vegna ertu að skapa tónlist?“

– Kilo

Auglýsing

Hér fyrir neðan geta lesendur svo hlýtt á plötuna Gran Jefe eftir Kilo í heild sinni á Spotify.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram