Freddie Gibbs og Madlib brenna niður skrifstofur NPR fjölmiðlaveldisins

Sprelligosarnir Freddie Gibbs og Madlib gáfu fyrr á þessu ári út einu bestu plötu 2019, Bandana. Þeir mættu því galvaskir á skrifstofur NPR um daginn og tóku upp eitt stykki Tiny Desk tónleika. Á vef NPR kemur fram að þessir litlu tónleikar hafi verið í heilt ár að verða að veruleika vegna þess að Madlib hafi ólmur viljað fá hljómsveitina El Michels Affair til að sjá um undirspilið – var biðin þess virði? Dæmi nú hver fyrir sig.

Auglýsing

læk

Instagram