30 uppáhalds hlaðvörp SKE

Aristóteles sagði að hlaðvarpið væri steypan sem þétti stundaglasið, sumsé límið sem þétti þessar litlu sprungur sem mynduðust án undantekninga í tímaglasi dagsins: þegar honum leiddist í hestakerrunni, í hringleikahúsinu eða í þeim löngu kennaralegum göngutúrum sem Platón dró hann stundum í. Á þessum hvimleiðu augnablikum dagsins, þar sem sandur tímans virtist renna til spillis, fannst Aristóteles best að lauma heyrnartólunum í eyrun og kveikja á góðum þætti, hvort sem takmarkið væri skemmtun eða fræðsla.

Síðastliðna mánuði hefur SKE fjallað um eitt hlaðvarp í hverju tölublaði SKE og hér fyrir neðan má sjá afrakstur þessarar viðleitni. Tekið skal fram að í greininni er aðallega einblínt á erlend hlaðvörp en á komandi vikum verður íslenskum hlaðvörpum bætt við á listann. 

ON THE MEDIA

On the Media er
vikulegt hlaðvarp sem útvarpsstöðin WNYC framleiðir. Markmið
þáttarins er að rannsaka hvernig fjölmiðlar móta heimsmyndir
fólks. Stjórnendur þáttarins eru þau Bob Garfield og Brooke
Gladstone, tveir þaulreyndir blaðamenn sem aðstoða hlustendur við
að ná áttum í hringiðu nútíma-fjölmiðlaumhverfisins. SKE
mælir sérstaklega með þættinum Week One, þar sem Garfield og
Gladstone fjalla um fyrstu viku Donald Trump sem forseta
Bandaríkjanna. Þátturinn hefst með kostulegri umræðu um samband
Trumps og sannleikans, þar sem Bob Garfield byrjar á því að
reifa allar þær lygar sem Trump sagði á nýafstöðnum
blaðamannafundi; hélt Trump því fram að múgurinn sem var
viðstaddur innsetningarathöfn hans hafi teygt sig alla leið til
Washington minnisvarðans (ekki satt); að hann ætti ekki í neinum
illdeilum við leyniþjónustu Bandaríkjanna (ekki satt); og laug
hann meira að segja til um veðrið: „Ég byrjaði að lesa upp á
innsetningarathöfninni og það rigndi nokkrum dropum á blaðið,
en svo hætti rigningin snarlega og sólin fór að skína.“ Ekki
heldur satt.

FRESH AIR

Síðastliðna áratugi hefur Terry Gross stýrt viðtalsþættinum Fresh Air (Ferskt Loft) og átt í áhugaverðum og innilegum samræðum við mikið af merkilegasta fólki Bandaríkjanna. Okkar hógværa skoðun er sú að Terry Gross er einhvers konar viðtals valkyrja, samræðu skurðgoð, hlaðvarps-hetja. Við mælum sérstaklega með viðtali Terry Gross við grínistann Louis C.K. Sá þáttur er algjört „home run.“

99% INVISIBLE

99% Invisible er hlaðvarp um hönnun, arkitektúr og allt það ósýnilega sem mótar okkar nútímaheim. Stjórnandi þáttarins er Roman Mars, maður sem er þekktur fyrir einstaklega mjúka rödd og afar liðugan talanda. Í hverjum mánuði niðurhala yfir þrjár milljónir manns þættinum. SKE mælir með þætti #159: The Calendar. Það er góður þáttur. Ira Glass, sem er hvað þekktastur fyrir að vera heilinn á bakvið This American Life, lét eftirfarandi ummæli falla um þáttinn: „99% Invisible er fullkomlega dásamlegur og skemmtilegur þáttur, fagmennskan uppmáluð.“

SERIAL

Fyrsta sería Serial var einhverskonar menningarlegt fyrirbrigði. Jafnvel áður en þátturinn kom út var hann í fyrsta sæti á i-tunes og hélt toppsætinu mörgum vikum eftir það (það var ákveðið „hype“ í kringum þáttinn). Í fyrstu seríu þáttarins er leitast við að komast til botns á morði ungrar bandarískrar stúlku, Hae Min Lee, sem fannst myrt í almenningsgarði í Baltimore árið 1999. Stuttu eftir að Hae Min Lee fannst, handtók lögreglan fyrrverandi kærasta hennar, Adnan Syed. Var hann síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpinn. En ekki eru allir sannfærðir um sekt Adnans. Þættinum er stjórnað af Sarah Koenig, sem rekur sig áfram í gegnum málið í æsispennandi leit að sannleikanum. SKE hefur á tilfinningunni að Serial hafi verið fyrsti hlaðvarpsþátturinn til þess að ná einhverjum mælanlegum vinsældum á meðal íslenskra hlustenda.

Önnur sería kom út fyrir stuttu og það er verið að framleiða tvær seríur í viðbót.

RADIOLAB

Í hverjum mánuði niðurhala 4 milljónir manns Radiolab. Ekki nóg með það, heldur er þátturinn einnig á dagskrá 400 útvarpsstöðva í Ameríku. Flestir hlaðvarpsfíklar eru sammála um eitt: Það sem gerir Radiolab að frábærum þætti er meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannleg hljóðklipping. Þátturinn byrjaði fyrir 13 árum síðan og hugmyndin á bakvið þáttinn er einföld: að deila áhugaverðum sögum sem fá mann til þess að staldra við og hugsa – sögum sem fá mann til þess að sjá heiminn í nýju ljósi. Þættinum er stjórnað af tveimur þungavigtamönnum í útvarpi, þeim Jad Abumrad og Robert Krulwich. SKE mælir með þættinum Smile My Ass, en sá þáttur er sígildur.

„Radiolab er hlaðvarp um forvitni þar sem ljósi er varpað á mörkin milli vísinda, heimspeki og mannlegrar reynslu.” – www.radiolab.org

HIDDEN BRAIN

Hidden Brain er hlaðvarpsþáttur þar sem falin munstur lífsins eru rædd. Þátturinn aðstoðar forvitið fólk að skilja heiminn – og um leið að skilja sjálfan sig. Alls kyns spurningum er kastað fram og svara leitað: Af hverju getur hlédrægt og kurteist fólk skyndilega breyst í skrímsli þegar það eignast börn? Segir það, hvernig þú leggur bílnum, eitthvað um þig sem manneskju? Geta faldir fordómar komið í veg fyrir það að þú finnir áhugaverð störf? Blaðamaðurinn Shankar Vedantam færir hlustendum gnótt visku frá félagsvísindunum. SKE mælirmeð fyrsta þætti seríunnar, „Switchtracking.” Hann er afar áhugaverður.

„Hidden Brain fær þig til þess að hugsa tvisvar um ómeðvituðu hliðar hugans.” – www.smithsonianmag.com

RANT CAST

Það skiptir ekki máli hvert helsta áhugamál þitt er – það er einhver sem deilir áhuga þínum og er að taka upp hlaðvarpsþátt um akkúrat þetta áhugamál. Í hlaðvarps-bókasafni SKE er að finna þætti um heimsbókmenntir (Entitled Opinions), hönnun (99% Invisible), pólitík (Common Sense), fjármál (Planet Money), sálfræði (Hidden Brain), heimspeki (Philosophize This), fréttir (The World This Week), tónlist (Kex-P) og – Manchester United (Rant Cast). Hlaðvarpsþátturinn Rant Cast kemur út, að meðaltali, einu sinni á tveggja vikna fresti. Í hverjum þætti fara þáttastjórnendurnir, þeir Paul og Ed, yfir allt það helsta í heimi Manchester United og ræða fréttir, væntanlega leiki, orðróma og fleira. Aðdáendur Wayne Rooney varið ykkur: Paul og Ed hafa ekki mikla trú á „skipper-num“ Rooney; ef þeir mættu ráða væri Wayne líklegast ekki í liðinu.

THIS AMERICAN LIFE

This American Life er sennilega vinsælasti hlaðvarpsþáttur sögunnar. Þættinum er útvarpað vikulega á yfir 500 útvarpsstöðum og stærir sig af yfir 2.2 milljónum hlustenda á hverri viku. Ekki nóg með það, heldur hefur This American Life unnið til allra helstu verðlauna á sviði útvarps og yfir milljón manns niðurhala þættinum í hlaðvarpsformi vikulega. This American Life ber nafn með rentu, en þátturinn samanstendur af sögum hvaðanæva frá Bandaríkjunum sem allar tengjast þema hvers þáttar á einhvern hátt. SKE mælir með þættinum „The Heart Wants What It Wants” („Lögmál hjartans eru óræð“), en þar er fjallað um merkasta fyrirbæri veraldarinnar – ástina. Að lokum er SKE knúið til þess að bæta við að Ira Glass, þáttarstjórnandi og framleiðandi This American Life, er einn viðfelldnasti maður jarðarinnar. #teamIra.

TED RADIO HOUR

Það kannast flestir við fyrirlestraseríuna Ted Talks, þar sem alls kyns fólk með áhugaverðar hugmyndir kynna hugmyndir sínar fyrir heiminum (hin íslenska Sigríður María Egilsdóttirsló í gegn á sínum tíma í Ted X Iceland). Ted Radio Hour er hlaðvarpsþáttur þar sem nokkrir framúrskarandi fyrirlestrar eru tvinnaðir saman í einn þátt –og allt undir hatt eins ákveðins þema. Fyrrum þemu þáttarins eru t.d. geimkönnun (space exploration), yfir ystu mörk (going to extremes)og uppspretta hamingjunnar (the source of happiness). Þættinum er stjórnað af Guy Raz, þrautreyndum útvarpsmanni sem hefur starfað í geiranum frá 1997. Eins og segir á heimasíðu Ted Radio Hour: „hugmynd er eina gjöfin sem þú getur átt, jafnvel þótt að þú gefir hana frá þér.“ SKE mælir sérstaklega með þættinum Simply Happy – hann er frábær.

BRET EASTON ELLIS

Viðtalslistin er margslungin. Við hjá SKE erum fylgin því að spyrillinn blandi sér inn í samræðuna; deili eigin reynslu og hugmyndum; og geri viðtalið þannig að tvítali, samræðu, díalóg. Það er fátt leiðinlegra en að hlýða á ósýnilegan, líflausan spyril bera fram almennar spurningar til einhvers sjálfumglaðs-sérgæðings. Þetta er ástæðan fyrir hrifningu okkar á the Bret Easton Ellis Podcast. Bret Easton Ellis, sem er hvað þekktastur fyrir bókina American Psycho, hefur stýrt sínum eigin þætti frá 2013. Sérhver þáttur byrjar á langri, útpældri einræðu um það sem er Bret hugleikið hverju sinni, áður en hann dembir sér í persónulegt spjall við hinn eða þennan listamann. Þátturinn er yfirleitt klukkutíma langur. Á meðal viðmælanda þáttarins eru listamenn á borð við Kanye West, Marilyn Manson, Kurt Vile, Kevin Smith og Judd Apatow. SKE mælir sérstaklega með viðtali Bret við Marilyn Manson. Það er bjúddari.

THE PHILOSOPHER’S ZONE

Heimspeki er íþrótt efasemdamanna.
Hann sá sem hefur tamið sér þankagang heimspekinnar getur vellt
sér upp úr jafnvel hinum einföldustu hlutum, að svo virðist,
endalaust. Taktu sem dæmi grænan Quality Street mola: Hvaða kröfur
þarf tiltekið fyrirbæri að uppfylla til þess að geta kallast
moli? Veltur tilvera molans á tilvist sjáandans? Er molinn
grænn – eða er litur bara tilbúningur hugans? Er það
siðferðislega rétt eða rangt að borða molann? Hvað verður um
plastið – og hver framleiddi það? Hver hagnast af sölu molans? The Philosopher’s Zone er ástralskt
hlaðvarp undir stjórn Joe Gelonesi. Í hverri viku, oftast á
sunnudögum, lítur nýr þáttur dagsins ljós. Í síðasta þætti
ræddi Joe Gelonesi við heimspekingin Jairus Grove um skammtaflækjur
(Quantum Entanglements). SKE viðurkennir að hafa átt erfitt með
að skilja inntak samtalsins; en oft knýr skilningsleysið
lærdómshestinn sporum.  

ENTITLED OPINIONS

Ef SKE ætti að velja sinn uppáhalds hlaðvarpsþátt, þann sem við myndum vilja hlýða á í kaldri gröfinni, á meðan ormarnir skriðu upp um nasirnar okkar og í átt að heilabúinu – væri í raun einn þáttur, einvörðungu, sem kæmi til greina. Við viðurkennum fúslega að þessi þáttur er ekki fyrir alla. Þessi þáttur er ekki fyrir vitgrannan almúgann. Þessi þáttur er einungis fyrir þá sem leggja kapp við hina forboðnu helgisiði – hugsun, íhugun, heilabrot. Við erum að sjálfsögðu að vísa í þáttinn Entitled Opinions, sem er stjórnað af hinum óviðjafnanlega prófessor í ítölskum bókmenntum í Stanford, Róbert Harrison. Sérhver þáttur hefst á lagi. Yfirleitt er þetta eina og sama lagið, lagið Echo eftir hljómsveit Harrisons, Glass Wave, sem spilar rokk í bland við gríska goðafræði. Þetta lag fær að njóta sín í u.þ.b. hálfa mínútu áður en háttvirtur Harrison grípur inn í með hyldjúpri einræðu sem fúnkerar sem forspil að þættinum. Oftar en ekki er Entitled Opinions viðtalsþáttur, þar sem Harrison spjallar við lærða menn um sjaldgæf viðfangsefni á borð við kenningar Einsteins, vináttu kvenna, Rússneskan fútúrisma og Jorge Luis Borges. Þessi þáttur er fyrir þig. Fyrir þitt betra sjálf. Þú bara veist það ekki enn.

THE INQUIRY

Það eru ótal spurningar sem maður fær víst aldrei svarað (allavega ekki á næstunni): Hver er tilgangur lífsins? Er guð til? Er frjáls vilji blekking? Af hverju þurfa öll steratröll að öskra í ræktinni? Svo eru aðrar spurningar, ekki síður mikilvægar, sem brenna á manni. Spurningar sem eru aðkallandi – sem skipta máli fyrir okkur sem búa á móður jörð. Spurningar á borð við þessar: Tekst okkur einhvern tímann að binda endi á ógnaröld ISIS? Náum við að stöðva útrýmingu nashyrninganna áður en það er of seint? Hvaða áhrif mun ör fjölgun mannkyns hafa á Afríku? Í hverri viku leggur BBC sambærilegar spurningar fyrir mismunandi sérfræðinga, sem svo velta þessum spurningum fyrir sér út frá mismunandi forsendum og sjónarmiðum. Þessi þáttur er sérdeilis þroskandi. SKE mælir sérstaklega með þættinum „höfum við vanmetið plöntur?“ Sá þáttur var algjör „eye-opener“.

HERE’S THE THING WITH ALEC BALDWIN

Alec Baldwin er Alec Baldwin. Það er enginn eins og Alec Baldwin. Hann var einu sinni kyntákn; er ennþá mikill húmoristi; lék í Glengarry Glen Ross; hefur unnið með Martin Scorcese; reykir vindla og drekkur viskí; og hefur átt í miklum erfiðleikum með að hemja eigið skap – oft á opinberum vettvangi. Alec Baldwin er karakter. Og vegna þess að Alec Baldwin er karakter er hann góður spyrill. Hann hefur skoðun á hlutunum, er skemmtilegur og, oft á tíðum, helvíti mælskur. Frá október 2011 hefur Alec Baldwin stýrt eigin viðtalsþætti á útvarpsstöðinni WNYC í New York. Þátturinn hefur verið aðgengilegur á hlaðvarpsformi frá fyrsta degi. Á þessum rúmum fjórum árum sem Alec Baldwin hefur stýrt þættinum hefur hann spjallað við fjöldan allan afáhugaverðu fólki: Billy Joel, Chris Rock, Kathleen Turner o.s.frv. Fyrir nokkrum vikum síðan tók Baldwin viðtal við Amy Schumer. Það var stórkostlegur þáttur. SKE mælir með þeim þætti – og Here’s the Thing almennt.

LOVE AND RADIO

Love and Radio er útvarp í sínu tærasta formi. Útvarp þar sem hin mannlega rödd er í algjöru fyrirrúmi. Þátturinn er í raun viðtalsþáttur, en ekki í sinni hefðbundnu mynd. Hver þáttur byrjar yfirleitt á sveim (ambient tónlist) og svo – rödd. Ein rödd. Ein rödd að segja sögu. Ekkert meir. Þáttarstjórnandinn Nick van der Kolk blandar sér lítið í frásögnina, heldur leyfir hann sögumanninum að tala óáreittur. Stundum skýtur hann inn einstökum spurningum, en annars er þetta bara ein rödd. Ein rödd að segja sögu. Ekkert meir. SKE mælir sérstaklega með þættinum Bride of the Sea, en í þeim þætti lýsir hinn írsk-líbíski Sam Najjair reynslu sinni af borgarastyrjöldinni í Líbíu. Þetta er þáttur sem situr í okkur enn þann daginn í dag.

THE WORLD THIS WEEK

Það er gott að vera meðvitaður um það sem er að gerast í heiminum. Sá sem er ekki meðvitaður um það sem er að gerast í heiminum getur ekki kallað sig alheimsborgara – og til hvers að lifa á þessari jörð ef maður ætlar ekki að vera alheimsborgari? Það er smásálarlegt að vera ekkert annað en íslenskur ríkisborgari; að sjá ekki handan stranda eyjunnar. Ef þér langar til þess að gerast alheimsborgari, en skortir tíma, þá er hlaðvarpsþátturinn The World This Week fyrir þig. Á hverjum föstudegi tekur BBC það helsta úr heimsfréttunum og vefur því saman í einn þátt. SKE hefur verið áskrifandi af þessum þætti frá því í fyrra. Að sökum þess vitum við af gengislækkun randsins í Suður Afríku; af sáttmála FARC og ríkisstjórn Kólombíu; af nýstofnuðu bandalagi Saudi Arabíu. Ekki vera smásálarlegur, vertu alheimsborgari – og hlustaðu á The World This Week.

IDEAS

Hugmyndir stjórna heiminum. Heimurinn er hugmynd. Líttu í kringum þig: stóll, borð, gluggi, penni, sími, sjónvarp, tölva, internet – allt voru þetta, á sínum tíma, ekkert nema hugmyndir í huga mannsins. En svo urðu þessar hugmyndir að veruleika. Í raun má segja að í fyrstu voru það lifandi verur sem mökuðu sig og fjölguðu sér og breyttu heiminum, en síðan þá hefur fjölgun hugmynda haft djúpstæðari áhrif á heiminn. Hugmyndir sem stunda kynlíf hvor við aðra: Falleg hugmynd; síminn svaf hjá tölvunni og internetið fæddist inn í heiminn. Þegar það kemur að hugmyndum og hlaðvörpum er einn þáttur sem kemur óneitanlega upp í hugann fyrst: Ideas. Hugmyndir. Þátturinn er framleiddur af kanadíska ríkisútvarpinu, CBC, og er honum stjórnað af hinum geðþekka Paul Kennedy, sem býr að mikilli reynslu á sviði útvarps. Hver þáttur hefur sinn þema, sem þáttastjórnandinn og viðmælendur hans kryfja til mergðar á 60 mínútum. SKE mælir sérstaklega með þættinum The Motorcycle is Yourself (frá september 2015). Í þættinum tekur Tim Wilson viðtal við Robert Pirsig, höfund bókarinnar Zen og listin að viðhalda vélhjólum. Fallegur þáttur um fallega bók.

PHILOSOPHIZE THIS Heimspeki er listin að spyrja spurninga. Því fleiri spurninga sem maður spyr því betra – því fyrr kemst maður að því hversu lítið maður veit í raun. Og þegar maður kemst að því hversu lítið maður veit í raun, þá verður maður óneitanlega auðmjúkari fyrir vikið; maður leitar í bækur til þess að grafa sig upp úr eigin fáfræðilegu gröf. SKE hefur komist að því, með hjálp heimspekinnar, að maðurinn er afskaplega ófrjáls. Maðurinn stjórnast af umhverfi sínu og aðstæðum; er oft á tíðum hégómafullur og hvatvís – og, yfirleitt, óttalega breyskur. Aftur á móti má segja að það eitt að átta sig á því hversu ófrjáls maður er í raun og veru gerir mann, máske, ögn frjálsari; hann sá sem sér rimlana er betur í stakk búinn til þess að smeygja sér framhjá þeim. Þetta er merkileg hugmynd … Philosophize This er hlaðvarpsþáttur um heimspeki. Stjórnandi þáttarins, Stephen West, rekur söguheimspekinnar og útskýrir oft á tíðum mjög torveldar hugmyndir á mannamáli – og setur téðar hugmyndir í samhengi sem nútímamaðurinn skilur. SKE mælir sérstaklega með þættinum Hegel’s God, þar sem herra West ræðir hugmyndir heimspekingsins Hegel um Guð. Frábær þáttur.

60 MINUTES

Það þekkja flestir 60 Minutes: klukkutíma langur fréttaþáttur (45 mínútur án auglýsinga), yfirleitt þrískiptur – þar sem þrjár áhugaverðar fréttir eru krufnar til mergðar af reyndum fréttamönnum. Frá því að þátturinn hóf göngu sína í hlaðvarpsformi, hefur SKE hlustað reglulega á þáttinn og líkað vel; hljóðvinnslan er til fyrirmyndar og klippingin líka. Sérstaklega mætti mæla með nýlegum þætti 60 Minutes frá 17. Janúar 2016, þar sem fjallað erum njósnir kínverja í bandarískum fyrirtækjum; handtökuna á mexíkóska glæpamanninum El Chapo (sérstakt viðtal við leikarann Sean Penn); ásamt stöðu fjallaljóna í hlíðum Los Angeles. Gefðu þér þrjú korter í hverri viku til þess að hlýða á þennan fræðandi þátt; menntun er máttur – og máttur er frekar mikilvægur þáttur í mannlegu lífi. Eða eitthvað.

OPEN SOURCE

Framleiðendur þáttarins Open Source lýsa honum á eftirfarandi veg: „Amerískt samtal með alþjóðlegu viðhorfi“ – og verður lýsingin í raun ekki betri. Open Source er vikulegur þáttur (útvarpað frá Boston) þar sem Christopher Lydon, fyrrum pólitískur pistlahöfundur fyrir The New York Times, skeggræðir ýmis aðkallandi málefni með gestum sínum. Á meðal umræðuefna síðustu þátta má helst nefna samtal herra Lydon við sagnfræðinginn Mary Beard, þar sem sú síðarnefnda líkti Bandaríkjunumvið Rómarveldi til forna. Annar þáttur sem vert er að minnast á er afar fræðandi umræða um nýjustu Star Wars myndina – og hvernig kvikmyndin, sem hluti af dægurmenningunni, endurspeglar ákveðna samfélagslega framför. Undirritaður mælir heilshugar með Open Source; þetta er góður þáttur sem fær mann til þess að hugsa. Meira að segja Gore Vidal var gestur þáttarins.

HISMIÐ

Aldrei fyrr í sögu íslenskra hlaðvarpa (allavega ekki síðan á Sturlungaöldinni) hefur flóran verið jafn fjölbreytt og lifandi – og má þá nefna þætti á borð við Í ljósi sögunnar, Víðsjá, Fílalag, Kvikuna og fleiri. Sérstaklega erum við ánægð með þáttinn Hismið í hlaðvarpi Kjarnans en þar ræða félagarnir Árni Helgason og Grétar Theodórsson málefni líðandi stundar á vinalegum og oft kómískum nótum. Reglulega fá þeir einnig góðan gest í heimsókn.

THE TIM FERRISS SHOW

Tim Ferriss hefur eitt markmið: að kryfja venjur og þankagang þeirra einstaklinga sem hafa náð langt á einhverju tilteknu sviði í lífinu – í vonum að þessi krufningur geti aðstoðað hlustendur við að gera slíkt hið sama. Í þessari viðleitni sinni hefur hann spjallað við fjöldann allan af áhugaverðu fólki á borð við Edward Norton, Tony Robbins, Rick Rubin og Arnold Schwarzenegger. SKE hlustaði nýverið á viðtal Tim Ferris við skopmyndateiknarann og rithöfundinn Scott Adams, sem er hve best þekktur fyrir Dilbert. Í viðtalinu lýsir Adams því hvernig hann hefur beitt svokölluðum jákvæðum staðhæfingum (positive affirmations) til þess að ná langt í lífinu. Áhugaverður þáttur um áhugaverðan mann.

PLANET MONEY

Í fyrstu vorum við fremur skeptísk gagnvart hlaðvarpsþættinum Planet Money. Við höfum visst ofnæmi fyrir markaðslega sinnuðum fyrirbærum, sjáðu – og því var þáttur, sem ber nafnið Peninga Plánetan (Planet Money), svolítið fráhrindandi. Við vissum af vinsældum þáttarins en í hvert skipti sem hann birtist okkur á iTunes veigruðum við okkur við því að gerast áskrifendur. En í dag viðurkennum við að við höfðum rangt fyrir okkur: Planet Money snýst yfirleitt minna um peninga og meira um samband mannsins við peninga. Einn af uppáhalds þáttum SKE er þáttur #667 sem heitir Auditing ISIS (Að endurskoða ISIS), en í þeim þætti kryfja þáttastjórnendur Planet Money bókhald íslamska ríkisins – og margt áhugavert kemur í ljós.Meðal annars það hversu vinsælt bandarískt sælgæti er á meðall iðsmanna ISIS.

GREAT LIVES

Menn lifa og þeir deyja. Sumir lifa og deyja og lifa svo áfram í minningum annarra. Hlaðvarpsþátturinn Great Lives á breska ríkisútvarpinu (BBC) er tileinkaður þessum minningum. Þar býður þáttastjórnandinn Matthew Paris gestum sínum að minnast lífs einhvers eins sem hefur haft hve mest áhrif á þeirra eigin líf. Þeim til halds og trausts er ávallt einn sérfræðingur, sem er sérfróðurum líf þessarra tilteknu manneskja. Great Lives er fræðandi og áhugaverður þáttur sem er fagmannlega gerður. Uppáhalds þáttur SKE um þessar mundir er þátturinn um Jeff Buckley, þar sem tónlistarmaðurinn Nitin Sawhney ræðir við Matthew Paris um söngvarann heitinn: einstaklega fallegur og ljúfsár þáttur þar á ferð.

TELL ME SOMETHING I DON’T KNOW

SKE elskar Stephen J. Dubner. Stephen
J. Dubner stýrir hlaðvarpinu Freakonomics Radio, sem
byggist á bókinni vinsælu Freakonomics
sem hann ritaði ásamt hagfræðingnum
Steven Levitt og kom út árið 2005. Nú í nóvember fór Dubner í
loftið með nýjann hlaðvarpsþátt sem ber titilinn Tell Me
Something I Don’t Know
– einskonar
leikjaþáttur (game show) tekin upp í beinni ústendingu sem gefur
sig út fyrir að vera glæný tegund af raunsannri blaðamennsku. Í
þættinum Tell Me Something I Don’t
Know
smalar Dubner saman panil af
áhugaverðum einstaklingum (fræðimönnum, uppistöndurum,
háðsádeiluhöfundum, höfundu, o.s.frv.) sem keppast við að
segja hlustendum eitthvað sem þeir vita ekki. Í síðasta þætti
TMSIDK,
lærði SKE að í hvert skipti sem þotuhreyfill er framleiddur láta
flugvélaverkfræðingar reyna á hreyfilinn í hinum ýmsu aðstæðum
raunheimsins. Fyrrnefndir verkfræðingar skjóta meðal annars
framliðnum fuglum í gegnum hreyfilinn með aðstoð fallbyssu.
Jahá!

SOUL MUSIC

Án tónlistar væri lífið mistök. Svo mælti Nietzsche – og við erum því innilega sammála. Hlaðvarpið Soul Music á BBC Radio 4 er þáttur um lög sem hafa sterk tilfinningaleg áhrif. Hver þáttur fjallar um eitt lag, þar sem viðmælendur þáttarins deila sögum með hlustendum sem varða tengsl þeirra við þetta tiltekna lag – og oft á afar hjartnæman og persónulegan hátt. Uppáhalds þátturinn okkar er eflaust þátturinn um lagið There Is a Light That Never Goes Out með hljómsveitinni The Smiths. Sá þáttur er gull.

PHILOSOPHY BITES

Tíminn er naumur. Á hverjum degi: Vakna. Sturta. Morgunmatur. Kaffi. Vinna. Kaffi. Vinna. Kaffi. Hádegismatur. Vinna. Kaffi … hlaðvarp? Kannski – en aðeins ef þátturinn er ekki lengri en15 mínútur. Og þar kemur hlaðvarpsþátturinn Philosophy Bites inn: Flóknar heimspekilegar hugmyndir samanþjappaðar í stutta, skorinorða,15 mínútna viðtalsþætti. Þættinum er stjórnað af Nigel Warburton, prófessor við Opna Háskólann í Bretlandi, og David Edmunds, reynslubolta úr konungsríki BBC. Í hverjum þætti er einn viðmælandi fenginn til þess að ræða hugmyndir út frá sínu sérsviði; þetta er vitsmunaleg næring af bestu gerð. SKE mælir með þættinum með Barry Smith um vín. Hlaðvarp er máttur.

THE MOTH

Við
eigum öll okkar sögu. Og þessi saga geymir jafnframt yfirleitt
eina (jafnvel tvær, stundum fleiri, ef viðkomandi hefur virkilega
lifað) sögu sem við höldum sérstaklega upp á – og sem slær í
gegn meðal vina okkar eða í partíum. Stundum eru þetta
alvarlegar sögur, þrungnar harmleik og dramatík, en yfirleitt eru
sögurnar fyndnar, óvæntar, skrítnar. The Moth er félag sem ekki
er rekið í hagnaðarskyni og sem er tileinkað þessum sögum,
sumsé, listinni að segja sögur. Félagið heldur reglulega
viðburði þar sem fólk (oft á tíðum þekkt fólk úr
menningargeiranum, en alls ekki alltaf) kemur fram og segir sína
sögu fyrir framan áheyrendur. Félagið sjálft var stofnað árið
1997 en nokkrum árum seinna fór hlaðvarpið The Moth í loftið.
Hlaðvarpið er gefið út vikulega og að meðaltali niðurhala ein
milljón manns þáttinn í hverri viku. Uppáhalds þáttur SKE er
án efa Dinner at Elaine’s, þar sem rithöfundurinn George Plimpton
lýsir heimsókn sinni til
Elaine’s kaffihússins í New York þar
sem hann rakst á Woody Allen. Stórbrotinn þáttur.

SONG EXPLODER

Það
er
frægt„meme“
á netinu
þar
sem listsköpunarferlinu
er lýst
í sex
skrefum:

1. Þetta er geggjað.
2. Þetta
er vandasamt.
3. Þetta er ömurlegt.
4. Ég er ömurlegur.
5. Þetta er allt í lagi.

6. Þetta er geggjað.

Hlaðvarpsþátturinn
Song Exploder fjallar að
hluta
til um þetta
ferli, þ.e.a.s.
þá
erfiðisvinnu
(sálarkvöl,
angist) sem oft á
tíðum
liggur að baki
tónlistarsköpuninni.
Framleiðandi
þáttarins,
Hrishikesh Hirway, fær
tónlistarmenn
í heimsókn
til þess
að ræða
eitt tiltekið
lag.
Tónlistarmennirnir
taka lögin
sín
í sundur,
rás
fyrir rás,
og leiða
hlustendur í
gegnum
ferlið ásamt
því
ð
kynna
hugmyndina á
bakvið
lagið.
Meistaraleg hljóðvinnsla
og fagmannleg hljóðklipping
gerir Song Exploder að
framúrskarandi
þætti.

Frá
því

þátturinn
fór
í loftið
í byrjun
janúar
2014 hefur Hrishikesh Hirway fengið
frábæra
gesti til sín,
gesti á borð
við
Grimes,
Weezer, Kelela, RJD2, Chet Faker –
og
Björk;
í desember
í fyrra
ræddi
íslenska
söngkonan
lagið
Stonemilker
sem er að finna
á plötunni
Vulnicura. Mælir
SKE sérstaklega
með þeim
þætti.

EMBEDDED

Ekki
er allur fréttaflutningur jafn vandaður. Sumir blaðamenn láta sér
nægja
fína fyrirsögn og flotta mynd – reifa svo málið í nokkrum
fyrirsjáanlegum orðum og reyna með því móti að uppskera sem
flest „like“ og
„click“
og
„shares“
(afsakið sletturnar). En svo eru aðrir blaðamenn sem kafa dýpra,
sem kasta sér
ofan í
hyldýpi
mannlegrar tilvistar líkt
og Nietzsche ofan af himinháu
heimspekilegu stökkbretti. Kelly McEvers er þannig blaðamaður,
en hún
stýrir hlaðvarpsþættinum
Embedded með
það að marki að rýna djúpt inn í alls kyns mikilvægar
fréttir hvaðanæva
úr heiminum. Hún spyr spurninga á borð við „hvernig ætli
tilfinningin sé að vera faðir lítillar
stúlku
í El Salvador og finna sig knúinn til þess að ljúga að dóttur
sinni varðandi öll
þau
lík sem eru á víð og dreif um borgina?“ Embedded
er frábær,
en oft á
tíðum átakanlegur, þáttur.

Auglýsing

læk

Instagram