Allt það sem er að SKE 07.09.2016

Í dag er 07.09.2016.

Það eru 115 dagar eftir af árinu.

Þennan dag árið 1963 fæddist rapparinn Eazy-E.

Hér er hann að rappa í laginu Straight Outta Compton ásamt hljómsveitinni N.W.A.

Það er ýmislegt að gerast í menningarlífinu í kvöld.

************1.Fjordwalker í Lucky Records

„Hinn rússneski raftónlistarmaður Fjordwalker kemur í heimsókn á Miðvikudaginn og spilar í búðinni! Hann er búinn að vera spila út um alla Skandinavíu og hefur verið á landinu með tónleika í nokkrar vikur. Allir velkomnir!“

https://soundcloud.com/fjordwalker

https://www.facebook.com/events/293501594358032/

Hvar: Lucky Records (Rauðarárstíg 10, 105 RVK)
Hvenær: 17:00
Aðgangur: Ókeypis

************2. Kjallara djass í Stúdentakjallaranum

„Miðvikudjass með Kjallarabandinu fyrsta miðvikudag í mánuði. Hópurinn sem gerði mánudaga spennandi í fyrsta sinn í sögunni með Mánudjass á Húrra ætlar að sanna í eitt skipti fyrir öll að miðvikudagar eru hinir nýju fimmtudagar. Munu þeir bródera grámóskulegt háskólasamfélagið með litríkum samba-ryþmum og almennu stuði. Kvöldin verða með frjálslegu ívafi og allir sem telja sig geta sungið, dansað eða spilað á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga í sviðsljósið og taka þátt. Píanó, harmonikka og gítar á staðnum. Gleðin í botn!“

https://www.facebook.com/events/468285506630132/

Hvar: Stúdentakjallarinn (Sæmundargötu 4, 101 RVK)
Hvenær: 21:00-00:00
Aðgangur: Ókeypis

************3. FALK kynnir Shapednoise (IT), Ultraorthodox, AMFJ á Húrra.

Frábær tónlist á Húrra í kvöld.

https://www.facebook.com/events/687562711384809/

Hvar: Húrra (Tryggvagötu 22, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2.000 ISK

************4. Ari Shaffir með uppistand í Hörpunni

„Ari Shaffir er uppistandari og leikari á hraðri uppleið. Velgengni hans í uppstandi og sjónvarpi er mikil þessa dagana og segir hann atriði sitt vera líkt og brúðusýningu, en klúrari og án brúðanna. Ari hefur m.a. verið þáttastjórnandi á í vinsælum podcast þætti sem kallast The Skeptic Tank. Þar tekur hann viðtöl við foreldra ýmissa einstaklinga, allt frá uppistöndurum til vændiskvenna. Markmið þáttarins er „að fá dýpri skilning á mannkyninu og segja prumpubrandara“. Podcastið er gríðarvinsælt og er því halað niður 100.000 sinnum á viku að meðaltali.“

https://www.facebook.com/events/1123700057686477/

Hvar: Harpa
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 5.990 ISK (www.tix.is)

************5. Snorri Helgason í Blikktrommunni

„Blikktromman kynnir með stolti fyrstu tónleika haustsins með tónlistarmanninum Snorra Helgasyni. Snorri, sem er flestum landsmönnum kunnur fyrir sína vönduðu og fallegu tónlist gaf nýverið út sína fjórðu plötu, Vittu til, sem hefur hlotið mikið lof og lagið Einsemd verið mjög vinsælt.“

https://www.facebook.com/events/591707944364458/

Hvar: Harpa
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 3.500 ISK

************6. Ted Piltzecker í Mengi

„Hinn frábæri bandaríski víbrafónleikari Ted Piltzecker kemur fram í Mengi miðvikudagskvöldið 7. september og sígræna standarda úr djasssögunni eftir Milt Jackson, Cole Porter, Dave Brubeck, Miles Davis og fleiri. Með Piltecker kemur fram Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari.“

https://www.facebook.com/events/320879308258157/

Hvar: Mengi (Óðinsgötu 2, 101 RVK)
Hvenær: 21:00
Aðgangur: 2.000 ISK

************7. Lífstílskaffi – Hinn minimalíski lífsstíll

„Hinn mínímalíski lífsstíll breiðist út um hinn vestræna heim. Samkvæmt honum á maður aðeins að eiga það sem maður nýtur þess að eiga eða þarf á að halda. Með því að losa sig við hluti og athafnir sem engu bæta við lífsgæðin verður til pláss fyrir meira af því sem maður raunverulega vill hafa.“

https://www.facebook.com/events/1833665243524082/

Hvar: Borgarbókasafnið Gerðubergi (Gerðuberg 3-5, 111 RVK)
Hvenær: 20:00-22:00
Aðgangur: Ókeypis

************8. Tash, Teitur Magnússon og Just Another Snake Cult á Loft

„Tash frá Montreal, Teitur Magnússon & Just Another Snake Cult koma fram á Loft.“

https://www.facebook.com/events/178393692593536/

Hvar: Loft Hostel (Bankastræti 7, 101 RVK)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis

************9. Ókeypis prufutími í Lindy Hop á Petersen Svítunni

„Lindy Ravers bjóða ókeypis prufutíma í dansinum Lindy hop! ATH! Það er engin þörf á að koma með félaga, við tökum vel á móti einstaklingum, pörum og hópum á öllum aldri 🙂 Eftir tímann hefst vikulegt danskvöld þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að spreyta sig á dansgólfinu. Magnús Pálsson og Harpa Dís Hákonardóttir munu kenna tímann.“

https://www.facebook.com/events/1288502294557552/

Hvar: Petersen Svítan (Ingólfsstræti 2A, 101 RVK)
Hvenær: 20:00-21:00
Aðgangur: Ókeypis

************10. Skraflkvöld á Kaffi Haiti

„Septemberskrafl – allir komnir úr sumarfríi og þrusumæting í kortunum! Við hefjum leika klukkan sjö, en frjálst að mæta seinna. Sumir ætla að mæta fyrr. Sjáumst!“

https://www.facebook.com/events/296671447364137/

Hvar: Kaffi Haiti (Geirsgötu 7b, 101 RVK)
Hvenær: 19:00-23:00
Aðgangur. Ókeypis

************11. Pub Quiz á Stofunni

Þemað á quizinu í þessari viku er BLÓÐ, BUSI, DÓRI, DAVI. Við vitum, skrítið þema, en þetta verður skemmtilegt. Spurningahöfundar og spyrlar verða Stefán Rafn og Pétur Torfi. Fastir liðir eins og venjulega á dagskrá en mögulega með einhverju twisti. Hellingur af bjór í boði fyrir þá skörpustu, skemmtilegustu og slökustu. Verðlaun fyrir 1. og 2. sætið, miðjusætið og seinasta sætið ásamt því að liðið með besta nafnið er verðlaunað og svo er bónus lota sem er stafarugl. Hámark 4 saman í liði. 3 lotur, hefðbundnar spurningar, valmöguleikaspurningar og svo í síðustu lotunni er að finna tóndæmi ásamt hefðbundnum spurningum. Refsistig fyrir að hella niður. 2 refsistig fyrir að brjóta glas. Spyrill heldur í þann rétt að vera sveigjanlegur/leiðinlegur eftir því sem honum dettur í hug.

https://www.facebook.com/events/180220485737431/

Hvar: Stofan (Vesturgötu 3, 101 RVK)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis

Hér er svo lagið I’m Fine eftir Hazel English

Auglýsing

læk

Instagram