Bestu íslensku rapplögin á ensku: Opee, Tiny, Quarashi, o.fl.

Íslenskt

Frá upphafi íslensks rapps hafa margir hérlendir rapparar kosið enskuna fram yfir móðurmálið og má þá helst nefna rappara og hljómsveitir á borð við Quarashi, Subterranean, Opee, Tiny, Kilo og Original Melody. Einnig ber að nefna rappara líkt og Antlew og Spaceman sem voru hluti af íslensku senunni þrátt fyrir erlendan uppruna. 

Nýverið tók SKE saman uppáhalds íslensku lögin sín á ensku. Lögin eru ekki í neinni sérstakri röð og erum við eflaust að gleyma einhverju – engu að síður standa eftirfarandi lög upp úr, að okkar auðmjúka mati:

O.N.E. – Lovesong

Lagið Lovesong er að finna á fyrstu plötu tvíeykisins O.N.E., One Day, sem kom út árið 2004. Í plötugagnrýni sem Arnar Eggert Thoroddsen ritaði stuttu eftir útgáfu plötunnar stendur:

„Platan réttir sig þá af með lokalaginu, Lovesong (Dedicated) en það inniheldur einkar glúrna hljóðbúta.“

Nánar: https://www.mbl.is/greinasafn/g… 

You claim the reason to be
You don’t wanna get hurt /
That’s a risk everyone takes
To make relationships work / 
– Opee

Immo Barcelona

Lagið Barcelona er að finna á samnefndri plötu frá árinu 2012 og skartar góðum gestum á borð við Opee, Unnsteini Manuel, Loga Pedro og Friðriki Dór. Vinsælasta lag plötunnar er án vafa Barcelona sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. 

„Titillag plötunnar fjallar um afdrifaríkt atvik sem átti sér stað í Barcelona þegar ókunnugur maður beit neðri vör rapparans af.“ – Rjóminn

Nánar: https://rjominn.is/2012/12/08/i…

I can’t explain /
The man who I became /
When I’m looking in the mirror
Like I’ll never be the same /
– Immo

O.N.E. feat. Tiny For the Record

Það hefur verið lítið um „beef“ í íslensku rappsenunni undanfarið en fyrstu ár 21. aldarinnar voru ekki eins friðsæl. Í laginu For The Record beina Opee og Tiny spjótum sínum í átt að ónefndum „whack“ röppurum: 

I ain’t your fuckin’ friend
Don’t call again
And give me props and shit /
Me and you 
And your whole crew:
We go the opposite /
– Tiny

Lagið er einnig að finna á plötunni One Day líkt og lagið Lovesong. 

Kilo – Magnifico

Kilo er ekkert lamb á hljóðnemanum. Með útgáfu Magnifico í fyrra stimplaði hann sig enn og aftur inn sem einn allra beittasti rappari landsins. Í viðtali við SKE í kjölfar útgáfunnar lýsti hann Magnifico á eftirfarandi veg:

„Ég er sjaldan með eitthvað ,concept’ fyrir lögin mín. Mér finnst gaman að gera ,BANGERS’ (SKE: sumsé, grípandi lög sem státa sig af sterkum, fyrirferðamiklum bítum). Fyrir mér þýðir ,Magnifico’ einfaldlega þetta: Stay fresh 24/7, look good, rap good, be good.“

Fuck views on iTunes /
Midnight is my high noon /
– Kilo

Tiny Thought U Knew

Árið 2016 gaf Tiny út lagið Thought U Knew í samstarfi við Bngrboy. Lagið hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE síðan þá. Orðið á götunni er að Tiny sitji á nýju efni sem vonandi lítur dagsins ljós fyrr en síðar.

You know what they say:
When it rains it pours /
And things turn around
In every which way but yours /
You try to change the course /
But it feels like going up against
Nature’s law /
– Tiny

Quarashi – Mess It Up

Lagið Mess It Up með Quarashi kom út árið 2003 og var það eitt vinsælasta lag sumarsins: óhóflega grípandi bít og gott rapp þar sem rapparinn Opee er ákveðinn senuþjófur. Myndband við lagið var frumsýnt 24. júlí árið 2003:

„Leikstjóri myndbandsins er Gaukur Úlfarsson og var það nýlega tekið upp „á einum löngum degi“ eins og Ómar Örn Hauksson, rappari í sveitinni, útskýrir. Fóru upptökur fram bæði í Kópavogi og Reykjavík og er Ómar ánægður með útkomuna.“

Nánar: https://www.mbl.is/greinasafn/g…

We the first and the last out
You know me: /
Down for whatever 
I’m Opee /

Cell 7 – Gal Pon Di Scene

Cell 7 hefur lengi verið einn besti rappari landsins. Lagið Gal Pon Di Scene er að finna á plötunni Cellf sem kom út árið 2013. 

„Partígírinn er mér eðlislægur og mér finnst auðvelt að koma mér í hann, en ég vildi hafa eitthvað fyrir alla á plötunni og freista þess að brjótast út úr þessum kassa sem rapparar eru alltaf settir í.“ 

Nánar: https://www.visir.is/g/20137111…

Attitude, confidence, big rhymes, lyricist /
I represent to the fullest: I’m a feminist /
– Cell 7

Mighty Jukebox – Tomorrow

Tvíeykið ThunderCats samanstóð af þeim Fonetik Simbol og S. Cro úr Original Melody. Gáfu þeir út plötuna The Eye of Thundera árið 2007 hjá Cox Butter. Síðar gáfu þeir út nokkur lög undir nafninu Mighty Jukebox, þar á meðal lagið Tomorrow:  

… I want to die knowing that I did all I could from
jump /
That I kept on swimming till there was water in my lungs /
That
I kept on spitting till I done swallowed up my tongue /
That I kept
on with it till they was hollerin: “He’s done.”  /
Made my own
path was never following no one /
– S. Cro

Quarashi Switchstance

Lagið Switchstance kom út árið 1996 og er að finna á samnefndri EP plötu. Aðeins 500 eintök voru framleidd og seldust öll eintökin upp á einni viku. Sígilt. 

Original Melody – Cosa Say

Lagið Cosa Say er að finna á plötunni Back & Fourth sem kom út árið 2010. Áður hafði O.M. gefið út plötuna Fantastic Four sem kom út árið 2006. 

60.000 „views“ og ekkert myndband.

With no one to blame /
The spark of a rocket
But no one knows our name /
– Shape

Subterranean My Style Is Phreaky

Platan Central Magnetizm kom út árið 1997 og geymir tólf lög, þar á meðal lagið My Style Is Phreaky. Eins og ónefndur aðili ritar í gömlum pistli á íslensku vefsíðunni Hugi.is: „Ef þú hlustar á (íslenskt) Hip-Hop þá er þessi plata skyldueign.“

My Style Is Phreaky er án efa eitt besta íslenska „Old School“ rapplagið:

I make it unbelievable
Like in the movies /
Freeze emcees 
When I do these /
– Magse

Antlew & Maximum feat. Jason and Deez Remember What You Told Me

Tvíeykið Antlew & Maximum hefur í gegnum tíðina gefið út mörg góð lög og er lagið Remember What You Told Me á meðal þeirra. Lagið skartar söngvaranum Jason og rapparanum Deez sem á jafnframt mjög eftirminnilegt erindi í laginu. 

Hins vegar má segja að Antlew steli senunni:

You´ve been here through my ups and downs /
Through the years that I fucked around /
You stuck around when my luck was out /
Never let you know you touched the ground /
– Antlew

Cheddy Carter Yao Ming

Cheddy Carter gáfu út EP plötuna Yellow Magic í fyrra en á plötunni er að finna fimm lög, þar á meðal Yao Ming, en um ræðir einskonar óður til gamalla körfuboltakappa:

I’m Mugsy Bogues, I’m Larry Bird /
You dainty like a canary bird /
I been dunkin’ like Tim Duncan /
While you can’t reach the rim jumpin’ /
– Charlie Marlowe

Rude Lowe and Luke B. Rhythmz We In There

Spaceman og Intr0 Beatz áttu í góðu samstarfi á sínum tíma og er lagið We In There afrakstur þess: gott bít, góðar rímur:

Predator becomes prey /
Any given day /
We gone hold you accountable
For what you say /
– Rude Lowe

Black Pox Feluleikur

Black Pox hefur nýverið stimplað sig inn sem einn af efnilegustu röppurum landsins  og þó svo að það sé stutt síðan að lagið Feluleikur kom út þá finnst okkur, engu að síður, þess virði að nefna Black Pox í samhengi góðra íslenskra rappara á ensku:

I been trynna tell em all year /
All my shit bang like a motherfuckin’ snare /
– Black Pox

Auglýsing

læk

Instagram