Hafþór Júlíus og það sem hann lætur ofan í sig (á hverjum degi)

Fréttir / Áhugavert

Breska dagblaðið The Telegraph birti í gær frétt um íslenska vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson, þar sem farið er yfir matarvenjur Fjallsins (Hafþór birti nýverið yfirlit yfir matarvenjur sínar á Instagram).

Í fréttinni segir að þegar Hafþór var ráðinn í hlutverk Fjallsins í þáttaseríunni Game of Thrones, var tekið skýrt fram í ráðningarsamningnum að tökur þáttanna mættu alls ekki raska matarvenjum hans.

Samkvæmt uppljóstrunum Hafþórs borðar hann rúmlega 30 egg, 1.5 kíló af kartöflum og næstum því kíló af nautakjöti á hverjum degi:

06:50 – Morgunæfing! Þrekæfingar og kjarnaæfingar í 30 mín. Bcca hylki, glútamín og handfylli af möndlum.
07:30 – 8 egg + 200 grömm af höfrum + bláber og jarðaber + avókadó
09:30 – 400 grömm af nautakjöti, 400 grömm af sætum kartöflum, handfylli af spínati og grænmeti
11:50 – Bcca hylki og glútamín
12:00 – 400 grömm af kjúklingi + 400 grömm af kartöflum, grænmeti + ávextir
14:00 – Blender = 150 grömm af höfrum og sætum kartöflum, 2 banana, 150 grömm af Kelloggs Rice Krispies, frosin ber, handfylli af möndlum, hnetusmjör og glútamín
14:30 – „Strongman“ æfing, Bcca hylki, glútamín og Vitargo
17:30 – 60 grömm af prótíni + 2 bananar
18:00 – 500 grömm af nautakjöti + kartöflur og grænmeti
20:30 – 500 grömm af laxi + 500 grömm af sætum kartöflum
22:30 – 50 grömm af „casein“ prótíni, 6 egg + avókadó + 30 grömm af möndlum + 50 grömm af hnetusmjöri

Hafþór bætir því svo við að einnig sé nauðsynlegt að drekka mikið af vatni og djús upp á kalóríur að gera. Hann vaknar svo um miðja nótt og neytir 50 grömm af „caseine“ prótíni ásamt hráum eggjum.

Hafþór mælir ekki með því að lesendur prufi þetta mataræði heima.

Hér er svo Fjallið að lyfta lóðum. Grein Telegraph má lesa hér.

https://www.telegraph.co.uk/tv/2016/04/27/heres-wha…

Auglýsing

læk

Instagram