Herra Hnetusmjör gefur út nýtt myndband: „KLING KLING“

Síðastliðið laugardagskvöld frumflutti rapparinn Herra Hnetusmjör lagið KLING KLING í útvarpsþættinum Kronik á X-inu 977 af mikilli innlifun – og í dag, fimm dögum seinna, leit myndband við lagið dagsins ljós á Youtube (sjá hér fyrir ofan).

Í samtali við SKE í morgun lýsti Hnetusmjör tilurð lagsins á eftirfarandi veg:

„Joe Frazier viðraði þá hugmynd að taka upp keðjurnar mínar skellast saman og sampla það. Þaðan kom í rauninni conceptið af laginu. Hlynur Hólm (Ár eftir ár, 203 Stjórinn) gerði myndbandið og Ágúst Elí (Enginn mórall) á heiðurinn á brellunum í himninum.“

– Herra Hnetusmjör

Þess má geta að Herra Hnetusmjör stígur á svið á Kronik LIVE tónleikunum í Laugardalshöllinni á morgun. Fram koma Young Thug, Krept & Konan, Aron Can, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Alvia, Úlfur Úlfur, Alexander Jarl, Birnir, Sturla Atlas, DJ Karítas, DJ Egill Spegill og DJ B-Ruff.

Nánar: https://tix.is/is/event/3631/k…

Auglýsing

læk

Instagram