Jarðnesk tilvera útskýrð á tölvuleikjamáli (myndband)

Casually Explained er Youtube rás með rúmlega 800.000 fylgjendur. Rásin sérhæfir sig í stuttum myndböndum sem útskýra eitthvað ákveðið fyrirbæri á óformlegan og oft á tíðum kómískan hátt. Umsjónarmenn rásarinnar lýsa henni á eftirfarandi veg:

„Ef þú ert að leita svara við spurningum lífsins og Wikipedia liggur niðri, leitaðu ekki lengra: Casually Explained er hér til þess að aðstoða þig.“

– Casually Explained

Í dag gaf rásin út nýtt myndband þar sem jarðnesk tilvera er útskýrð með viðeigandi myndlíkingu, sumsé lífinu er líkt við tölvuleik (sjá hér fyrir ofan).

Fáir hafa lýst markmiði lífsins eins fallega og þulurinn í ofangreindu myndbandi, að mati SKE:

„Vegna þess að þessi leikur er MMO (Massively Multiplayer Online Game) þá eru engin skýr markmið. Almennt séð verður hver og einn að finna út úr því hvað honum/henni langar að gera og oftast um miðbik leiksins. Sumir leikmenn einbeita sér að sambandsmælinum, aðrir að peningum, svo eru það þeir sem reyna hámarka ákveðið hæfileikatré. Einnig eru menn sem vita bara ekkert hvað þeim langar að gera. Í rauninni er ekkert eitt rétt svar, eins og í flestum öðrum MMO leikjum; ég held að maður eigi bara að reyna njóta tímans sem maður eyðir í leiknum án þess þó að skemma fyrir öðrum.“

– Casually Explained

Auglýsing

læk

Instagram