„Seldi hrossin til að kaupa synth-a.“– SKE kíkir á rúntinn með Helga Sæmundi (Úlfur Úlfur)

Í bílnum

Í síðustu viku kíkti SKE á rúntinn með rapparanum og taktsmiðinum Helga Sæmundi úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur (sjá hér að ofan) en um ræðir níunda þáttinn í myndbandsseríunni Í bílnum. 

Ásamt því að líta við til samstarfsfélaga Helga, Arnars Freys Frostasonar, ræddum við einnig um tónlist, blaðaburð og Rímnastríð 2004, þar sem Helgi Sæmundur háði einvígi við rapparann Dóra DNA á Gauknum. 

Myndband af stríðinu rataði nýverið á Vísir.is en Helgi viðurkenndi að það hafi verið svolítið erfitt að horfa á einvígið:

„Maður á alltaf að vera stoltur af öllu því sem maður hefur gert … en það var erfitt að horfa á þetta. Líka vegna þess að þetta var drullu ‘scary’ á þessum tíma. Ég var 15 eða 16 ára en það var 18 ára aldurstakmark inn. Mamma skutlaði mér. Ég fékk far með henni í bæinn, hún var eitthvað að stússast og svo skutlaði hún mér á Gaukinn. Ég þekkti engan og þetta var ‘scary’ kvöld. Svo var Dóri líka bara svo góður og öflugur.“

– Helgi Sæmundur

Í lok myndbandsins fer Helgi Sæmundur einnig með nokkrar vel valdar rímur yfir bítið Fight Club eftir pródúsentinn sáluga Jay Dilla. 

(Hér fyrir neðan er svo þau lög sem hljóma í myndbandinu.)

Auglýsing

læk

Instagram