„Þormóður er með sósuna.“—SKE spjallar við Lukku Láka

Auglýsing

SKE: Næstkomandi 10. maí verður kvikmyndin Eden frumsýnd í hérlendum kvikmyndahúsum. Myndin er „Villt blanda af spennu og kómík“ og segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með sölu fíknilyfja og þráir ekkert heitar en að láta drauma sína rætast. Stikla myndarinnar hefur verið skoðuð rúmlega 22.000 sinnum á Youtube og eitt af því sem hefur vakið áhuga áhorfendaað minnsta kosti áhuga eins áhorfandaer lagið sem hljómar í stiklu myndarinnar (þ.e.a.s. seinna lagið). Lagið samdi ungur hafnfirskur rappari sem gengur undir nafninu Lukku Láki og þá í samstarfi við taktsmiðinn Þormóð Eiríksson. Þá hyggst Lukku Láki gefa út sína fyrstu plötu næstkomandi 1. maí. Í tilefni þess heyrði SKE í Láka og spurði hann stuttlega út í tónlistina. 

Viðtal: RTH

Viðmælandi: Lukku Láki

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segirðu þá?

Lukku Láki: Shoutout á Jon Snow.

Auglýsing

SKE: Hver er Lukku Láki—og hver er hann EKKI?

LL: Lukku Láki er 19 ára drengur úr Hafnarfirði sem er oftast glaður en samt oft leiður líka. Eina sem èg er að gera núna er að reyna auka þessar stundir sem èg er glaður á.

SKE: Hvaðan kemur listamannsnafnið?

LL: Jói kallar mig þetta í lagi sem er á plötunni og þetta byrjaði bara að límast við mig. Shoutout á Jóa.

(Lagið byrjar ca. 00:43)

SKE: Sagan segir að ferill þinn sem rappari hafi byrjað þegar Þormóður Eiríksson fékk þig til liðs við sig í lag sem kemur til með að hljóma í kvikmyndinni Eden (sem kemur út í maí). Er það rétt?

LL: Það er satt. Ég elska Þormóð. Hann er með sósuna.

SKE: 1. maí næstkomandi gefur þú út þína fyrstu plötu. Hvað geturðu sagt okkur um plötuna? Var þetta langt ferli?

LL: Þetta eru átta lög á plötunni, ásamt gestasöngvurum og útsetningu frá hæfileikaríkasta fólki sem èg þekki. Ég veit stundum ekki alveg hvernig èg fit-a í þennan hóp en èg er ekki að kvarta. Þetta er líka búinn að vera minn uppáhalds tími og á èg svo mörgu fólki að þakka fyrir það.

SKE: JóiPé x Króli koma við sögu á plötunni en eitt lagið er titlað sem diss á Króla. Hver er sagan á bak við lagið?

LL: Þetta er svona love/hate dæmi á milli okkar. Þegar við stígum inn í sama herbergi þá verður þetta á einhverju Krúnuleika-level-i. Shoutout á Kidda, samt ekki.

SKE: Nú er rappmarkaðurinn—svo maður styðjist við hvimleitt hugtak—býsna mettaður, og erfitt fyrir nýtt listafólk að skaga fram úr; hvað aðgreinir þig frá öðrum íslenskum röppurum?

LL: Ég held að það verði alltaf þannig að góð tónlist rati um þennan bransa. Skulum bara vona að mín tónlist geri það. Það sem aðgreinir mig er mitt bakland. Shoutout à Starra, Þormóð, Jóa, Kidda, Benna, Axel, Daníel og Kolbein.

SKE: Uppáhalds rapplína eða tilvitnun?

LL: Kúrekar gráta líka.

SKE: Eitt lag sem allir verða að heyra—og hvers vegna?

LL: Sweet But Psycho—Ava Max. Þarf ekki að útskýra.

SKE: Nýverið komumst við að því að uppáhalds bók bandaríska rapparans J. Cole er Eye of the Hurricane eftir Rubin Carter. Áttu þér einhverjar uppáhalds bækur eða bók? Hvers vegna (hvers vegna ekki)?

LL: Allar bækur sem eru yfir 2000 blaðsíður. Ég elska gott challenge—ekki verra ef þetta eru matar- eða kokteilabækur.

SKE: Svona til þess að kafa aðeins undir yfirborðið: Austurríski spekingurinn Rudolf Steiner sagði eitt sinn að ein leið til þess að skera úr um hvort að tiltekinn verknaður væri fjáls—og þar af leiðandi byggi yfir góðum siðferilegum eiginleika—væri hvort að gerandinn væri meðvitaður um orsök verknaðarins. Í ljósi þessarar pælingar er  þess virði að spyrja: Hvers vegna kýstu að rappa?

LL: Að ögra sjálfum mér veitir mér hamingju. Allt sem èg hef gert í mínu lífi benti aldrei á það að èg færi að rappa. Èg er að reyna vera allt annar en fólk ætlast af mér.

SKE: Eitthvað að lokum?

LL: Plata 1.maí og shoutout á Jón Snjó.

(SKE þakkar Lukku Láka kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að hlýða á ofangreinda plötu næstkomandi 1. maí).

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram