Fyrsta stiklan úr „Lords of Chaos“ lítur dagsins ljós

Í febrúar verður kvikmyndin Lords of Chaos eftir sænska leikstjórann Jonas Åkerlund tekin til almennrar sýningar. Myndin er byggð á samnefndri bók frá árinu 2003 (Lords of Chaos: The Bloody Rise of the Satanic Metal Underground) þar sem norska svartmálmssenan er til umfjöllunar—og þá helst saga hljómsveitanna Mayhem og Burzum. 

Nánar: https://pitchfork.com/news/lor…

Í lok desember rataði fyrsta stiklan úr kvikmyndinni á Youtube (sjá hér að ofan). 

Fara þau Sky Ferreira, Rory Culkin (yngri bróðir Mcaulay Culkin), Jack Kilmer (sonur bandaríska leikarans Val Kilmer) og Valter Skarsgård (sonur sænska leikarans Stellan Skarsgård) með aðalhlutverk myndarinnar.  

Svo virðist sem talsverð eftirvænting ríki fyrir frumsýningu myndarinnar, ekki síst meðal aðdáenda þungarokks og svartmálms. Ekki eru allir þó allir jafn spenntir fyrir myndinni og í því samhengi má helst nefna Varg Vikernes, forsprakka Burzum. 

Fyrir tveimur árum síðan birti Vikernes neðangreint myndband þar sem hann tjáir skoðun sína á framleiðendum kvikmyndarinnar. Bendir hann á að það sé í besta falli kómískt að kvikmynd sem fjallar um hljómsveitirnar Mayhem og Burzum geymir, þrátt fyrir það, enga tónlist eftir hljómsveitarnar sjálfar (meðlimir hljómsveitarinnar sögðu Nei.)

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/…

Fyrir þá sem þekkja ekki sögu Mayhem og Burzum þá sat Vikernes inni í 14 ár fyrir að myrða Øystein „Euronymous“ Aarseth, gítarleikara Mayhem (Vikernes var einnig dæmdur fyrir íkveikju). 

Lords of Chaos var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í fyrra og fær hún fína dóma. 

Nánar: https://www.rottentomatoes.com…

Þess má einnig geta að hlaðvarpið Broken Record fjallaði nýverið um norsku svartmálmssenuna (sjá hlekk hér að neðan). 

Nánar: https://ske.is/grein/ogradi-umb…

Auglýsing

læk

Instagram