Auglýsing

Hera Hilmars í nýrri stiklu með Ben Kingsley og Josh Hartnett

Yahoo! Movies birti í dag nýja stiklu úr væntanlegri kvikmynd Joseph Ruben (Sleeping With the Enemy, The Forgotten), The Ottoman Lieutenant, sem verður tekin til sýningar á næsta ári. Kvikmyndin skartar Ben Kingsley (Gandhi, Iron Man 3, Schindler’s List), Josh Hartnett (Pearl Harbor, Black Hawk Down) og Heru Hilmarsdóttur (Eiðurinn, Vonarstræti, Da Vinci’s Demons). Handritið skrifaði Jeff Stockwell (The Dangerous Lives of Altar Boys).

The Ottoman Lietuenant gerist í fyrri heimstyrjöldinni í Tyrklandi. Kvikmyndin segir frá Lillie (Hera Hilmars), ungri bandarískri hjúkrunarkonu sem ferðast til Tyrklands til þess að aðstoða lækninn Dr. Jude (Josh Hartnett). Ákveðinn ágreiningur blossar upp þegar Lillie fellur fyrir hermanninum Ismail (sem er leikinn af Michiel Huisman; hann lék í Game of Thrones og Orphan Black). 

Hera fegraði forsíðu SKE í október (og er á forsíðu ensku útgáfunnar í nóvember), en í viðtalinu ræddi hún meðal annars samband sitt og Ben Kingsley:

https://ske.is/grein/thad-er-mi…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing