Auglýsing

Í lausu lofti víðs vegar um landið í nýju myndbandi

Þýski listamaðurinn Peter Piek sendi frá sér myndband við lagið 1st Song síðastliðinn 4. desember (sjá hér fyrir ofan). Lagið verður að finna á væntanlegri plötu Piek, sem kemur út föstudaginn 9. desember (Peter Piek er ekki við eina fjölina felldur, en ásamt því að búa til tónlist er hann einnig listmálari og rithöfundur. Nánar: https://www.peterpiek.com.)

Í myndbandinu getur að líta Peter Piek sjálfan, ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar, sem og Íslendingum og ferðamönnum, hangandi í lausu lofti, víðs vegar um landið, þar á meðal við Tjörnina í Reykjavík, í Hvalfjarðargöngunum og út á Granda.

„Myndbandið var skotið á Íslandi síðastliðið sumar. Þetta er fyrsta smáskífan sem ég gef út af væntanlegri plötu.“

– Peter Piek

Ísland virðist vera sérdeilis vinsæll staður til þess að skjóta tónlistarmyndbönd um þessar mundir, en margir erlendir listamenn hafa tekið upp tónlistarmyndbönd hér á landi síðastliðin ár, þar á meðal Justin Bieber og M.I.A.:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing