Jónssynir gefa út myndband við pollagallatrapplagið „Heimaey“

Hið árlega Þjóðhátíðarlag var í höndum bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssonar í ár. Reyndar gerðu bræðurnir gott betur en það—og sömdu tvö lög. Opinbera lagið ber titilinn Á sama tíma, á sama stað og aukalagið, ef svo mætti að orði komast, heitir Heimaey og er einskonar pollagallatrapp. 

Frá þessu greinir Friðrik Dór í nýlegri stöðuuppfærslu á Facebook:

Við bræður gerðum Þjóðhátíðarlagið í ár, eða þjóðhátíðarLÖGIN reyndar … Hið opinbera lag heitir ‘Á sama tíma, á sama stað’ og svo er smá bónus lag sem hlaut nafnið ‘HEIMAEY.‘“

– Friðrik Dór Jónsson

Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið Á sama tíma, á sama stað. 

Þjóðhátíð í ár hefst 3. ágúst næstkomandi.

Auglýsing

læk

Instagram