Life of Pablo gæti slegið merkilegt met

Platan The Life of Pablo eftir bandaríska tónlistarmanninn Kanye West gæti orðið fyrsta platan af þeim plötum sem eru eingöngu gefnar út í gegnum streymisveitur til þess að toppa vinsældarlista Billboard.

Upprunalega átti platan einungis að koma út í gegnum streymisveitunni TIDAL, en rataði hún þó á síðuna Spotify í lok mars. Samkvæmt fréttaveitunni Chart News, er gert ráð fyrir því að platan fái u.þ.b. 90 milljón hlustanir, sem janfgildir um 60.000 eintökum af seldum plötum á Billboard listanum (samkvæmt útreikningum Billboard). Þar sem Billboard listinn nær nú einnig yfir þær plötur sem eru gefnar út í gegnum streymisveitur, er það ekki ólíkt að Kanye West gæti orðið fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að toppa listann með þessum hætti.

Aðal keppinautur Kanye West á listanum er kántrísöngvarinn Chris Stapleton, en landarnir tveir eru nánast hnífjafnir hvað plötusölu varðar, um þessar mundir.

Eins og stendur er óvíst hvort að The Life of Pablo verði gefin út í áþreifanlegu formi, en West hefur áður látið þau ummæli falla að hann hyggist ekki gefa út fleiri geisladiska. The Life of Pablo hefur þegar sett svip sinn á breska vinsældarlista. Tvö lög af plötunni, Father Stretch My Hands Pt. 1 og Famous hafa nú þegar ratað inn á topp 20 Official Trending listann.

Frekari upplýsingar má nálgast hér:

https://www.nme.com/news/kanye-west/92761#h7HlVFjwk…

Auglýsing

læk

Instagram