Nýtt frá Moses Hightower: Fjallaloft

„Hvernig myndirðu lýsa Moses Hightower,“ spurði vinur minn einu sinni, forvitinn á svip.

Ég hugsaði málið um stund og svaraði:

„Þetta er svona eins og að Randy Newman hafi stofnað hljómsveit með Questlove og fengið Norah Jones til þess að stýra upptökum  svo er einhver skandinavískur Stevie Wonder sem svífur yfir vötnum.“

Þegar ég hugsa til baka til þessa orða minna í dag kemst ég yfirleitt að þeirri
niðurstöðu að þessi skoðun sé, í raun, alger sýra; tengslavefur hugans er, í
besta falli, ráðgáta.

En hvað um það.

Í gær (9. maí) sendi hljómsveitin Moses Hightower frá sér lagið Fjallaloft – og eru tónarnir silkimjúkir að vanda (sjá hér fyrir ofan). Fjallaloft er titillag nýrrar plötu sem kemur út 9. júní og eru það stórgóðar fréttir. Hér fyrir neðan eru svo nokkur lög sem vitna um forvitnilegar tengingar hugans. 

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Instagram